Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,11 prósent

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,11 prósent í kauphöllinni í dag. Mest hækkuðu bréf í FL Group um 1,01 prósent.

Úrvalsvísitalan er núna 8.120,23 stig. Næst mest hækkuðu bréf í P/F Forya banki um 0,91 prósent.

Hlutabréf í P/F Atlantic Petroleum lækkuðu mest í dag eða um 2,23 prósent. Þá lækkkuðu hlutabréf í Flögu Group um 0,79 prósent. Hlutabréf í Spron féllu um 0,32 prósent.

Mestu viðskipti dagsins voru með bréf í Glitnir banka fyrir tæpan 1,8 milljarð króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×