Viðskipti innlent

Viðsnúningur hjá Símanum upp á 6 milljarða

Skipti hf., móðurfélag Símans skilar 3,3 milljarða kr. hagnaði fyrstu 9 mánuði ársins 2007 en það er viðsnúningur upp á 6,4 milljarða kr. frá sama tímabili 2006.

Hagnaður fyrstu níu mánuði ársins var 3,3 milljarðar króna samanborið við 3,1 milljarða króna neikvæða afkomu fyrir sama tímabil árið 2006.

"Afkoma samstæðunnar er mjög góð hvort sem horft er til starfseminnar í fjarskiptum eða upplýsingatækni," segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans og Skipta hf. "Skipti heldur áfram að fylgja þeirri stefnu að efla starfsemina erlendis. Kaup félagsins á danska fjarskiptafyrirtækinu Business Phone í ágúst síðastliðinum eru liður í þeirri stefnu. Auk þessa hefur Skipti gert óbindandi kauptilboð í 49% hlut í slóvenska símafyrirtækinu Telecom Slovenije. "

Horfur í rekstri fyrir fjórða ársfjórðung þessa árs eru góðar að sögn Brynjólfs. Skipti hefur samþykkt kauptilboð í Fasteignafélagið Jörfa ehf. frá Exista Properties og nemur söluhagnaðurinn 1,3 milljörðum króna eftir skatta. "Undirbúningur fyrir skráningu Skipta á markað gengur vel og er stefnt að skráningu fyrir árslok." segir Brynjólfur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×