Viðskipti innlent

Spron réttir úr kútnum

MYND/365

Hlutabréf í Spron hækkuðu um 6,29 prósent í verði í kauphöllinni í dag eftir lækkanir undanfarna daga. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,81 prósent.

Mest hækkuðu hlutabréf í Atlantic Petroleum eða um 9,78 prósent. Þá virðist Spron vera rétta úr kútnum eftir stöðugar lækkanir frá því félagið var fyrst sett á markað á þriðjudaginn. Sjóðurinn hækkaði um 6,29 prósent í dag en alls var verslað með hlutabréf í sjóðnum fyrir um 500 milljónir. Gengi sjóðsins var í lok dags 15,05 en var 18,9 þegar gengið var fyrst skráð.

Hlutabréf í 365 lækkuðu mest eða um 2,55 prósent. Þá lækkuðu hlutabréf í Flögu um 0,74 prósent.

Mestu viðskipti dagsins voru með bréf í Kaupþingi fyrir um 1,6 milljarð króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×