Viðskipti innlent

Skeljungur ekki seldur fyrr en eftir mánuð

Pálmi Haraldsson ætlar að selja Skeljung og verður varla í vandræðum með það miðað við áhugann sem fjárfestar hafa sýnt fyrirtækinu.
Pálmi Haraldsson ætlar að selja Skeljung og verður varla í vandræðum með það miðað við áhugann sem fjárfestar hafa sýnt fyrirtækinu. MYND/VILHELM

Skeljungur verður ekki seldur fyrr en eftir mánuð í fyrsta lagi. Nú stendur yfir áreiðanleikakönnun á félaginu og er ekki búist við að henni ljúki fyrr en eftir þrjár vikur. Þá fyrst munu eigendur félagsins setjast niður með mögulegum kaupendum.

Ekki er langt síðan eignarhaldsfélagið Fons undir forystu Pálma Haraldssonar, sem á Skeljung, setti félagið í sölumeðferð hjá Glitni. Í kjölfarið var síðan áreiðanleikakönnun framkvæmd sem stendur enn yfir.

Mikill áhugi hefur verið á meðal fjárfesta að krækja í Skeljung. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið til sögunnar sem mögulegir kaupendur eru Björgólfur Guðmundsson og fjárfestingafélagið Gnúpur, sem er í eigu Magnúsar Kristinssonar, Kristins Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Þórðar Más Jóhannessonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×