Viðskipti innlent

Norvík kaupir sögunarmyllu í Suður - Svíþjóð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Helgi Guðmundsson er forstjóri BYKO.
Jón Helgi Guðmundsson er forstjóri BYKO.

Norvík hf., móður félag Byko, hefur keypt allt hlutafé í Jarl Timber, sem rekur sögunarmyllu í Suður - Svíþjóð. Norvík mun yfirtaka reksturinn 1. nóvember 2007.

„Jarl Timber er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem hefur starfrækt sögunarmyllu síðan 1946 í Broakulla, sem staðsett er miðja vegu milli Vaxjo og Kalmar í Smálöndum í Svíþjóð. Fyrirtækið framleiðir árlega um 150.000 m3 af söguðu timbri og er ársvelta þess ríflega 3 milljarðar ISK. Afurðir Jarl Timber eru að mestu leyti seldar á Bretlandsmarkaði," segir í tilkynningu frá Norvík.

Kaupverð hefur ekki verið gefið upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×