Viðskipti innlent

Von á fjölmörgum afkomutölum í vikunni

Búist er við því að FL Group tapi miklu á þriðja ársfjórðungi.
Búist er við því að FL Group tapi miklu á þriðja ársfjórðungi. MYND/GVA

Kauphallarfélög sem birta afkomutölur sínar í vikunni eru Glitnir, Össur, Teymi, Landsbankinn, TM, 365 og FL Group. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga í spáum sínum um afkomu þessara félaga.

Allar gera ráð fyrir miklu tapi hjá FL Group eða á bilinu 26 til 30 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Það sem einkum spilar hér inn í er lækkun á skráðu eignasafni félagsins í American Airlines annars vegar og Commerzbank hinsvegar. Það vekur athygli er að þrátt fyrir lækkunina hefur FL Group aukið hlut sinn í Commerzbank úr 3,4 prósent og í 4,25 prósent á ársfjórðungnum og í American Airlines úr 8,25 prósent í 9,14 prósent.

Hvað Landsbankann varðar gera greiningardeildir ráð fyrir að hagnaður verði í kringum 8 milljarða króna á fjórðungnum. Tölur um afkomu Teymis eru frá rúmlega 900 milljóna króna tapi og upp í 87 milljóna króna hagnað.

Greiningardeildir gera ráð fyrir að hagnaður 365 verði í kringum núllið eða frá fimm milljóna króna tapi upp í tveggja milljóna króna hagnað. Þá spá menn að Glitnir hagnist um sex til átta milljarða króna á ársfjórðungnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×