Ólíkar leiðir bankanna í alþjóðavæðingu Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. október 2007 04:00 Magnús Bjarnason, sem er framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Glitnis, fór yfir herfræði bankans í alþjóðavæðingu á morgunverðarfundi Viðskiptafræðistofnunar Háskólans á Hótel Sögu í gær. Þar fjallaði Þórhallur Guðlaugsson lektor einnig almennt um syllumarkaðssetningu. MYND/GVA Af viðskiptabönkunum þremur sem hér eiga rætur í bankaþjónustu við almenning er Kaupþing langstærst og lengst komið í útrás á erlendri grund. Allir hafa bankarnir þó vaxið hratt og notið mikillar velgengni síðustu ár. Eftirgrennslan leiðir hins vegar í ljós að bankarnir hafa að nokkru farið ólíkar leiðir í vexti sínum og alþjóðavæðingu. Einnig munar nokkru á því hversu stórtækir þeir hafa verið í fyrirtækjakaupum og yfirtökum, en þar hefur Kaupþing kostað til í stærstu kaupum um 426 milljörðum króna, Glitnir um 80 milljörðum og Landsbankinn tæpum 40 milljörðum. Snjólfur Ólafsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir Kaupþing njóta þess að hafa byrjað útrás sína á undan hinum bönkunum. „Þeir byrjuðu samt fremur varfærnislega að þreifa sig áfram í Lúxemborg en tóku svo nokkur stór stökk. Keyptu FIH í Danmörku, Singer & Friedlander og eru svo nýbúnir að kaupa NIBC í Hollandi. Þeir eru því með mestan kraftinn í útrásinni þar sem gengur hvað hraðast. Þeir fara þá leið að byrja í nágrannalöndunum og víkka svo út starfsemi sína eftir því sem þeir sjá tækifæri. Kaupþing skilgreindi sig fljótt sem norðurevrópskan banka og leit á starfssvið sitt sem Norðurlönd, Bretland og meginland Evrópu, en er núna sýnist mér næst því að skilgreina allan heiminn sem starfsvettvang og að byrja að þreifa sig áfram á Indlandi og víðar." Landsbankann segir Snjólfur hafa farið svipaða leið og Kaupþing þegar horft sé til þeirra landa þar sem bankinn hefur hafið starfsemi. „Þeir í Landsbankanum fóru inn í Bretland og Norður-Evrópu, en þó með aðeins annarri nálgun." Hann segir Landsbankann hafa minna gert af því að kaupa upp fyrirtæki heldur byggja útrás sína í meiri mæli á innri vexti. „Svo er Landsbankinn eins og Kaupþing líka að stíga sín fyrstu skref á mörkuðum utan Norður-Evrópu, svo sem í Kanada og víðar." Leið Glitnis til vaxtar segir Snjólfur svo töluvert frábrugðna leið hinna bankanna. „Glitnismenn byrja á að skilgreina snemma Ísland og Noreg sem heimamarkað og taka svo í samhengi við það að sérhæfa sig í sjávarútvegi, bæði hvað varðar lán og ráðgjöf. Síðan skilgreina þeir aðra sérhæfingu í jarðvarma og eru núna búnir að vera að byggja upp starfsemi víða í heiminum þar sem þeir vinna á þessu sviði, í Bandaríkjunum, Kína og víðar." Snjólfur segir hins vegar ekki hægt að gera upp á milli þeirra leiða sem bankarnir hafa valið sér til vaxtar, enda hafi þeim öllum gengið mjög vel. Þá staðreynd að Kaupþing hefur vaxið langmest telur Snjólfur helst skrifast á að bankinn hafi farið fyrr af stað í útrásina þótt vera megi að hann hafi einnig verið ágengari í vexti sínum. Þannig hafi Kaupþing fengið á sig gagnrýni fyrir áhættusækni og fyrir að sækja sér fyrirmyndir til rekstrarforms bandarískra banka. „En margt bendir nú til að það sé gagnrýni byggði á skilningsleysi og þekkingarskorti fremur en öðru." Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, rekur velgengni Kaupþings umfram hina bankana hér fyrst til þess að þeir hafi verið fyrstir af stað til að hefja starfsemi á erlendis. „Við höfum unnið á erlendum mörkuðum síðan árið 1995. Settum fyrst upp lítið eignastýringafyrirtæki í Lúxemborg. Settum síðan upp okkar eigið verðbréfafyrirtæki 1998 og fórum í fyrstu yfirtökuna árið 2001 í Finnlandi," segir hann og bætir við að allar götur síðan hafi bankinn styrkt sig á mörkuðum sínum. „Á síðasta ári fórum við ekki í neinar yfirtökur heldur einbeittum við okkur að því að samþætta reksturinn, en tilkynntum svo nýlega um mjög stóra yfirtöku í Hollandi, þá langstærstu sem við höfum farið í." Hreiðar segir að þótt megnið af tekjum Kaupþings verði til í útlöndum skipti heimamarkaður á Íslandi áfram verulegu máli. „Hér höfum við okkar höfuðstöðvar og erlendir fjárfestar líta á okkur að verulegu leyti sem íslenskan banka. Það sem hér gerist skiptir Kaupþing verulegu máli, þannig að við erum íslenskur banki þótt við bendum stöðugt á að við séum í raun norðurevrópskur banki með norðurevrópska áhættu," segir hann og bendir á að í fyrra, þegar hér stóðu nokkrar sviptingar í efnahagslífinu og krónan lækkaði um nálægt 25 prósent og hlutabréfamarkaður um 25 til 30 prósent, hafi Kaupþing náð að skila metafkomu. „Það sýnir aðeins hversu vel okkur hefur tekist að vaxa utan Íslands." Í Dubai einbeitir Kaupþing sér að fjárfestingabankastarfsemi og einkabankaþjónustu. Hreiðar Már segir markað þar mjög spennandi með um 36 milljónir manna þar sem fimm prósent af auði heimsins sé safnað saman. „Á þessu svæði á sér í dag stað mikil auðsöfnun og lausafé er mikið og hefur þar áhrif hátt olíuverð. Að vera eini norræni bankinn sem getur á þessu svæði sýnt aðilum fjárfestingatækifæri á Norðurlöndunum og eins verið ráðgjafi fyrirtækja frá Norðurlöndum og Norður-Evrópu til að fjárfesta í Miðausturlöndum finnst okkur mjög spennandi. Þetta er náttúrulega mikið frumkvöðlastarf og þarna byggjum við upp frá grunni, en við erum búnir að ráða um tíu starfsmenn og vinnum þegar að mörgum spennandi verkefnum." Af öðrum mörkuðum nefnir Hreiðar að bankinn hafi hafið innreið sína í Frankfurt í Þýskalandi með yfirtöku á hollenska bankanum NIBC. „Þar erum við með 25 manna skrifstofu og teljum okkur geta vaxið mikið. Singapúr er líka mjög spennandi markaður en þar hafa leitað til okkar margir af frumkvöðlunum í Asíu sem átt hafa viðskipti í London. Þetta höldum við að geti orðið einhverjir mest spennandi markaðir fyrir bankann að þróast inn á á næstu árum, inn í Þýskaland og styrkja með því norðurevrópsku stöðina og fara inn í Asíu í gegn um Singapúr," segir Hreiðar Már, en bankinn stefnir að því að verða á næstu árum meðal 50 stærstu í heiminum. Núna er bankinn rétt fyrir neðan hundraðasta sæti. „Við teljum okkur geta haldið áfram að vaxa hratt og hraðar en keppinautar okkar." Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Glitnis, segist fremur vilja tala um alþjóðavæðingu en útrás þegar rætt er um vöxt bankans utan landsteinanna. Hann segir ljóst að Glitnir hafi farið aðra leið í vexti sínum en hinir bankarnir. „Okkar leið hefur verið að skilgreina tvo heimamarkaði, Ísland og Noreg. Í Noregi hefur svo verið lögð áhersla á uppbyggingu með fyrirtækjakaupum og yfirtökum. Út fyrir heimamarkaðina höfum við horft á tilteknar syllur þar sem við höfum fyrst og fremst byggt upp starfsemi með innri vexti og reynt að byggja upp samkeppnisyfirburði með því að fjárfesta mikið í þekkingu og horfa þröngt á ákveðnar atvinnugreinar, en þó með allan heiminn undir," segir Magnús. Vöxt sem byggir á sérhæfingu sem þessari segir hann hafa hafist með uppbyggingu þekkingar á sviði sjávarútvegs og síðan hafi bæst við þjónusta við olíuiðnað sem byggð hafi verið upp út frá starfsemi bankans í Noregi og þjónustu við viðskiptavini þar. „Svo horfum við líka til jarðvarma." Magnús segir horft til nokkurra lykilþátta þegar skilgreindar eru syllur á markaði þar sem bankinn getur boðið fram sérhæfða þjónustu. „Til að mynda að þar sé ekki mikil samkeppni fyrir og þar er sjávarútvegurinn ágætis dæmi þar sem Glitnir er einn af leiðandi bönkum og mjög áberandi á því sviði. Þar erum við með gríðarlega mikið undir, eða sem nemur um 2,5 milljörðum Bandaríkjadala í útlánum til sjávarútvegs." Jarðvarma segir hann annað dæmi þar sem Glitnir hafi lítið orðið var við aðra banka þegar hann hóf fyrst að bjóða þjónustu í þeim geira, þótt þar hafi núna bæst eitthvað í hópinn. Heildarútlán á syllunum þremur þar sem bankinn sérhæfir sig segir Magnús vera um fjóra milljarða Bandaríkjadala, eða sem svarar um 240 milljörðum króna. Í uppgjöri sem bankinn birti í gær eftir þriðja ársfjórðung kemur jafnframt fram að helmingur tekna á fjárfestingabankasviði Glitnis verði nú til á markaðssyllunum þremur. Sigurjón Þ. Árnason, sem er annar tveggja bankastjóra Landsbanka Íslands, fylgist með sínu fólki fara yfir horfur í efnahagsmálum fyrr í haust. MYND/AntonGlitnir fjárfestir mikið í að byggja upp þekkingu í þeim geirum þar sem bankinn býður fram sérhæfða þjónustu en að sama skapi segir Magnús að í sérhæfingunni felist auknir tekjumöguleikar enda hærra verð greitt fyrir þekkinguna. „Við byggjum upp virðisaukandi þekkingu." Hann segir það hafa tekið bankann sex ár að komast í þá stöðu að vera lykilbanki í sjávarútvegi, en stefnt sé að því að ná sömu stöðu í tengslum við jarðvarma á þremur árum. Stóran kost við að byggja vöxt bankans á syllumarkaðssetningu segir Magnús vera að hún leiði bankann út um allan heim. „Um leið er hún gríðarlega öflugt tæki til að brjótast inn á nýja og stóra markaði. Í Noregi byrjuðum við til dæmis á því að byggja upp tengsl við nokkra viðskiptavini í sjávarútvegi. Í framhaldi af því bættust við lána- og önnur ráðgjafarþjónusta og í dag er Noregur heimamarkaður. Þannig eru syllurnar leið inn á aðra markaði." Magnús segir Bandaríkin gott dæmi um markað þar sem með þessum hætti hafi verið byggð upp fótfesta á undanförnum árum. „Þar erum við nú komin með nokkuð öfluga starfsemi, bæði í fyrirtækjaráðgjöf og -lánum. Þá erum við líka búin að koma okkur í þá aðstöðu að geta veitt fyrirtækjum héðan mjög öfluga þjónustu á þessum mörkuðum." Eins segir Magnús að þegar bankinn hafi sérhæft sig á þröngt skilgreindri syllu kunni einnig að vera hægara um vik að færa sig yfir í tengdar greinar, svo sem úr sjávarútvegi eða jarðvarma yfir í aðrar greinar innan matvæla- og orkuiðnaðar. „Þetta er því ekki bara tæki til að brjótast inn á nýja markaði, heldur líka til að brjótast inn í nýjar greinar."Hreiðar Már Sigurðsson Forstjóri Kaupþings kynnir uppgjör bankans eftir þriðja ársfjórðung. Hreiðar segir bankann stefna á að verða meðal 50 stærstu í heiminum á næstu árum. MYND/GVASigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbanka Íslands, segir bankann skilgreindan sem evrópskan fyrirtækja- og fjárfestingabanka sem sérhæfir sig í að sinna millistórum fyrirtækjum, fagfjárfestum og einstaklingum. „Starfsemina fjármögnum við annars vegar á fjármálamörkuðum almennt og hins vegar með innlánastarfsemi, heildsöluinnlánum frá fyrirtækjum, fagfjárfestum, stofnunum og sjóðum, auk innlána frá almenningi og þá einkum og sér í lagi í gegnum internetið. Þetta er grunnmyndin og hún er svipuð því sem við gerum á Íslandi, nema hvað að hér er víðtækt net útibúa og meira vægi einstaklingsviðskipta um leið og við sinnum öllum stærðum fyrirtækja." Snjólfur Ólafsson, sem er prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir Kaupþing að nokkru hafa orðið fyrir óréttmætri gagnrýni varðandi öran vöxt og fyrirtækjakaup utan landsteinanna.MYND/GVALandsbankinn hefur nú starfsemi í sautján löndum en mestur þunginn í starfseminni á erlendum vettvangi segir Sigurjón að sé í Bretlandi. „Þar eru á okkar vegum um 500 manns við margvísleg störf." Uppbyggingin segir hann að hafi í meginatriðum átt sér stað frá því um aldamót, en stærstu skrefin hafi verið stigin frá árinu 2003 og fram til dagsins í dag. „Við höfum byggt þetta upp með því stofna einingar sjálfir frá grunni og einnig með því að kaupa einingar og byggja ofan á þær. Mest áhersla hefur verið á að byggja sjálfir upp og ráða til liðs við okkur gott fólk, gjarnan þá teymi sem vön eru að vinna saman. Síðan höfum dálítið verið í að kaupa smærri fyrirtæki og nota sem grunn til að byggja ofan á," segir Sigurjón og bendir á að bankinn hafi á þessum árum tífaldast að stærð um leið og hagnaður hafi 20- til 30-faldast. Sigurjón segir þó ekki útilokað að bankinn taki stærri skref í vexti þegar fram líða stundir. „Þótt við höfum farið þessa leið hingað til útiloka ég alls ekki stærri kaup í einhverjum skilningi. Fyrstu skrefin hafa verið smá. Við höfum talið eðlilegra að fara þá leið í upphafi og má líta á hana sem áhættuminni en að taka mjög stór skref í fyrstu atrennu. Munurinn á starfseminni í dag og því sem áður var er ævintýralegur og við eðlilega betur í stakk búin að gera stærri hluti en áður." Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Af viðskiptabönkunum þremur sem hér eiga rætur í bankaþjónustu við almenning er Kaupþing langstærst og lengst komið í útrás á erlendri grund. Allir hafa bankarnir þó vaxið hratt og notið mikillar velgengni síðustu ár. Eftirgrennslan leiðir hins vegar í ljós að bankarnir hafa að nokkru farið ólíkar leiðir í vexti sínum og alþjóðavæðingu. Einnig munar nokkru á því hversu stórtækir þeir hafa verið í fyrirtækjakaupum og yfirtökum, en þar hefur Kaupþing kostað til í stærstu kaupum um 426 milljörðum króna, Glitnir um 80 milljörðum og Landsbankinn tæpum 40 milljörðum. Snjólfur Ólafsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir Kaupþing njóta þess að hafa byrjað útrás sína á undan hinum bönkunum. „Þeir byrjuðu samt fremur varfærnislega að þreifa sig áfram í Lúxemborg en tóku svo nokkur stór stökk. Keyptu FIH í Danmörku, Singer & Friedlander og eru svo nýbúnir að kaupa NIBC í Hollandi. Þeir eru því með mestan kraftinn í útrásinni þar sem gengur hvað hraðast. Þeir fara þá leið að byrja í nágrannalöndunum og víkka svo út starfsemi sína eftir því sem þeir sjá tækifæri. Kaupþing skilgreindi sig fljótt sem norðurevrópskan banka og leit á starfssvið sitt sem Norðurlönd, Bretland og meginland Evrópu, en er núna sýnist mér næst því að skilgreina allan heiminn sem starfsvettvang og að byrja að þreifa sig áfram á Indlandi og víðar." Landsbankann segir Snjólfur hafa farið svipaða leið og Kaupþing þegar horft sé til þeirra landa þar sem bankinn hefur hafið starfsemi. „Þeir í Landsbankanum fóru inn í Bretland og Norður-Evrópu, en þó með aðeins annarri nálgun." Hann segir Landsbankann hafa minna gert af því að kaupa upp fyrirtæki heldur byggja útrás sína í meiri mæli á innri vexti. „Svo er Landsbankinn eins og Kaupþing líka að stíga sín fyrstu skref á mörkuðum utan Norður-Evrópu, svo sem í Kanada og víðar." Leið Glitnis til vaxtar segir Snjólfur svo töluvert frábrugðna leið hinna bankanna. „Glitnismenn byrja á að skilgreina snemma Ísland og Noreg sem heimamarkað og taka svo í samhengi við það að sérhæfa sig í sjávarútvegi, bæði hvað varðar lán og ráðgjöf. Síðan skilgreina þeir aðra sérhæfingu í jarðvarma og eru núna búnir að vera að byggja upp starfsemi víða í heiminum þar sem þeir vinna á þessu sviði, í Bandaríkjunum, Kína og víðar." Snjólfur segir hins vegar ekki hægt að gera upp á milli þeirra leiða sem bankarnir hafa valið sér til vaxtar, enda hafi þeim öllum gengið mjög vel. Þá staðreynd að Kaupþing hefur vaxið langmest telur Snjólfur helst skrifast á að bankinn hafi farið fyrr af stað í útrásina þótt vera megi að hann hafi einnig verið ágengari í vexti sínum. Þannig hafi Kaupþing fengið á sig gagnrýni fyrir áhættusækni og fyrir að sækja sér fyrirmyndir til rekstrarforms bandarískra banka. „En margt bendir nú til að það sé gagnrýni byggði á skilningsleysi og þekkingarskorti fremur en öðru." Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, rekur velgengni Kaupþings umfram hina bankana hér fyrst til þess að þeir hafi verið fyrstir af stað til að hefja starfsemi á erlendis. „Við höfum unnið á erlendum mörkuðum síðan árið 1995. Settum fyrst upp lítið eignastýringafyrirtæki í Lúxemborg. Settum síðan upp okkar eigið verðbréfafyrirtæki 1998 og fórum í fyrstu yfirtökuna árið 2001 í Finnlandi," segir hann og bætir við að allar götur síðan hafi bankinn styrkt sig á mörkuðum sínum. „Á síðasta ári fórum við ekki í neinar yfirtökur heldur einbeittum við okkur að því að samþætta reksturinn, en tilkynntum svo nýlega um mjög stóra yfirtöku í Hollandi, þá langstærstu sem við höfum farið í." Hreiðar segir að þótt megnið af tekjum Kaupþings verði til í útlöndum skipti heimamarkaður á Íslandi áfram verulegu máli. „Hér höfum við okkar höfuðstöðvar og erlendir fjárfestar líta á okkur að verulegu leyti sem íslenskan banka. Það sem hér gerist skiptir Kaupþing verulegu máli, þannig að við erum íslenskur banki þótt við bendum stöðugt á að við séum í raun norðurevrópskur banki með norðurevrópska áhættu," segir hann og bendir á að í fyrra, þegar hér stóðu nokkrar sviptingar í efnahagslífinu og krónan lækkaði um nálægt 25 prósent og hlutabréfamarkaður um 25 til 30 prósent, hafi Kaupþing náð að skila metafkomu. „Það sýnir aðeins hversu vel okkur hefur tekist að vaxa utan Íslands." Í Dubai einbeitir Kaupþing sér að fjárfestingabankastarfsemi og einkabankaþjónustu. Hreiðar Már segir markað þar mjög spennandi með um 36 milljónir manna þar sem fimm prósent af auði heimsins sé safnað saman. „Á þessu svæði á sér í dag stað mikil auðsöfnun og lausafé er mikið og hefur þar áhrif hátt olíuverð. Að vera eini norræni bankinn sem getur á þessu svæði sýnt aðilum fjárfestingatækifæri á Norðurlöndunum og eins verið ráðgjafi fyrirtækja frá Norðurlöndum og Norður-Evrópu til að fjárfesta í Miðausturlöndum finnst okkur mjög spennandi. Þetta er náttúrulega mikið frumkvöðlastarf og þarna byggjum við upp frá grunni, en við erum búnir að ráða um tíu starfsmenn og vinnum þegar að mörgum spennandi verkefnum." Af öðrum mörkuðum nefnir Hreiðar að bankinn hafi hafið innreið sína í Frankfurt í Þýskalandi með yfirtöku á hollenska bankanum NIBC. „Þar erum við með 25 manna skrifstofu og teljum okkur geta vaxið mikið. Singapúr er líka mjög spennandi markaður en þar hafa leitað til okkar margir af frumkvöðlunum í Asíu sem átt hafa viðskipti í London. Þetta höldum við að geti orðið einhverjir mest spennandi markaðir fyrir bankann að þróast inn á á næstu árum, inn í Þýskaland og styrkja með því norðurevrópsku stöðina og fara inn í Asíu í gegn um Singapúr," segir Hreiðar Már, en bankinn stefnir að því að verða á næstu árum meðal 50 stærstu í heiminum. Núna er bankinn rétt fyrir neðan hundraðasta sæti. „Við teljum okkur geta haldið áfram að vaxa hratt og hraðar en keppinautar okkar." Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Glitnis, segist fremur vilja tala um alþjóðavæðingu en útrás þegar rætt er um vöxt bankans utan landsteinanna. Hann segir ljóst að Glitnir hafi farið aðra leið í vexti sínum en hinir bankarnir. „Okkar leið hefur verið að skilgreina tvo heimamarkaði, Ísland og Noreg. Í Noregi hefur svo verið lögð áhersla á uppbyggingu með fyrirtækjakaupum og yfirtökum. Út fyrir heimamarkaðina höfum við horft á tilteknar syllur þar sem við höfum fyrst og fremst byggt upp starfsemi með innri vexti og reynt að byggja upp samkeppnisyfirburði með því að fjárfesta mikið í þekkingu og horfa þröngt á ákveðnar atvinnugreinar, en þó með allan heiminn undir," segir Magnús. Vöxt sem byggir á sérhæfingu sem þessari segir hann hafa hafist með uppbyggingu þekkingar á sviði sjávarútvegs og síðan hafi bæst við þjónusta við olíuiðnað sem byggð hafi verið upp út frá starfsemi bankans í Noregi og þjónustu við viðskiptavini þar. „Svo horfum við líka til jarðvarma." Magnús segir horft til nokkurra lykilþátta þegar skilgreindar eru syllur á markaði þar sem bankinn getur boðið fram sérhæfða þjónustu. „Til að mynda að þar sé ekki mikil samkeppni fyrir og þar er sjávarútvegurinn ágætis dæmi þar sem Glitnir er einn af leiðandi bönkum og mjög áberandi á því sviði. Þar erum við með gríðarlega mikið undir, eða sem nemur um 2,5 milljörðum Bandaríkjadala í útlánum til sjávarútvegs." Jarðvarma segir hann annað dæmi þar sem Glitnir hafi lítið orðið var við aðra banka þegar hann hóf fyrst að bjóða þjónustu í þeim geira, þótt þar hafi núna bæst eitthvað í hópinn. Heildarútlán á syllunum þremur þar sem bankinn sérhæfir sig segir Magnús vera um fjóra milljarða Bandaríkjadala, eða sem svarar um 240 milljörðum króna. Í uppgjöri sem bankinn birti í gær eftir þriðja ársfjórðung kemur jafnframt fram að helmingur tekna á fjárfestingabankasviði Glitnis verði nú til á markaðssyllunum þremur. Sigurjón Þ. Árnason, sem er annar tveggja bankastjóra Landsbanka Íslands, fylgist með sínu fólki fara yfir horfur í efnahagsmálum fyrr í haust. MYND/AntonGlitnir fjárfestir mikið í að byggja upp þekkingu í þeim geirum þar sem bankinn býður fram sérhæfða þjónustu en að sama skapi segir Magnús að í sérhæfingunni felist auknir tekjumöguleikar enda hærra verð greitt fyrir þekkinguna. „Við byggjum upp virðisaukandi þekkingu." Hann segir það hafa tekið bankann sex ár að komast í þá stöðu að vera lykilbanki í sjávarútvegi, en stefnt sé að því að ná sömu stöðu í tengslum við jarðvarma á þremur árum. Stóran kost við að byggja vöxt bankans á syllumarkaðssetningu segir Magnús vera að hún leiði bankann út um allan heim. „Um leið er hún gríðarlega öflugt tæki til að brjótast inn á nýja og stóra markaði. Í Noregi byrjuðum við til dæmis á því að byggja upp tengsl við nokkra viðskiptavini í sjávarútvegi. Í framhaldi af því bættust við lána- og önnur ráðgjafarþjónusta og í dag er Noregur heimamarkaður. Þannig eru syllurnar leið inn á aðra markaði." Magnús segir Bandaríkin gott dæmi um markað þar sem með þessum hætti hafi verið byggð upp fótfesta á undanförnum árum. „Þar erum við nú komin með nokkuð öfluga starfsemi, bæði í fyrirtækjaráðgjöf og -lánum. Þá erum við líka búin að koma okkur í þá aðstöðu að geta veitt fyrirtækjum héðan mjög öfluga þjónustu á þessum mörkuðum." Eins segir Magnús að þegar bankinn hafi sérhæft sig á þröngt skilgreindri syllu kunni einnig að vera hægara um vik að færa sig yfir í tengdar greinar, svo sem úr sjávarútvegi eða jarðvarma yfir í aðrar greinar innan matvæla- og orkuiðnaðar. „Þetta er því ekki bara tæki til að brjótast inn á nýja markaði, heldur líka til að brjótast inn í nýjar greinar."Hreiðar Már Sigurðsson Forstjóri Kaupþings kynnir uppgjör bankans eftir þriðja ársfjórðung. Hreiðar segir bankann stefna á að verða meðal 50 stærstu í heiminum á næstu árum. MYND/GVASigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbanka Íslands, segir bankann skilgreindan sem evrópskan fyrirtækja- og fjárfestingabanka sem sérhæfir sig í að sinna millistórum fyrirtækjum, fagfjárfestum og einstaklingum. „Starfsemina fjármögnum við annars vegar á fjármálamörkuðum almennt og hins vegar með innlánastarfsemi, heildsöluinnlánum frá fyrirtækjum, fagfjárfestum, stofnunum og sjóðum, auk innlána frá almenningi og þá einkum og sér í lagi í gegnum internetið. Þetta er grunnmyndin og hún er svipuð því sem við gerum á Íslandi, nema hvað að hér er víðtækt net útibúa og meira vægi einstaklingsviðskipta um leið og við sinnum öllum stærðum fyrirtækja." Snjólfur Ólafsson, sem er prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir Kaupþing að nokkru hafa orðið fyrir óréttmætri gagnrýni varðandi öran vöxt og fyrirtækjakaup utan landsteinanna.MYND/GVALandsbankinn hefur nú starfsemi í sautján löndum en mestur þunginn í starfseminni á erlendum vettvangi segir Sigurjón að sé í Bretlandi. „Þar eru á okkar vegum um 500 manns við margvísleg störf." Uppbyggingin segir hann að hafi í meginatriðum átt sér stað frá því um aldamót, en stærstu skrefin hafi verið stigin frá árinu 2003 og fram til dagsins í dag. „Við höfum byggt þetta upp með því stofna einingar sjálfir frá grunni og einnig með því að kaupa einingar og byggja ofan á þær. Mest áhersla hefur verið á að byggja sjálfir upp og ráða til liðs við okkur gott fólk, gjarnan þá teymi sem vön eru að vinna saman. Síðan höfum dálítið verið í að kaupa smærri fyrirtæki og nota sem grunn til að byggja ofan á," segir Sigurjón og bendir á að bankinn hafi á þessum árum tífaldast að stærð um leið og hagnaður hafi 20- til 30-faldast. Sigurjón segir þó ekki útilokað að bankinn taki stærri skref í vexti þegar fram líða stundir. „Þótt við höfum farið þessa leið hingað til útiloka ég alls ekki stærri kaup í einhverjum skilningi. Fyrstu skrefin hafa verið smá. Við höfum talið eðlilegra að fara þá leið í upphafi og má líta á hana sem áhættuminni en að taka mjög stór skref í fyrstu atrennu. Munurinn á starfseminni í dag og því sem áður var er ævintýralegur og við eðlilega betur í stakk búin að gera stærri hluti en áður."
Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent