Viðskipti innlent

Össur hagnaðist um 840 milljónir á þriðja ársfjórðungi

Úr verksmiðju Össurar.
Úr verksmiðju Össurar.

Hagnaður Össurar fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 14,1 milljón dala eða um 840 milljónir íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi 2007 og jókst um 16% frá þriðja ársfjórðungi árið 2006. Salan var 82,3 milljónir Bandaríkjadala sem nemur hátt í fimm milljörðum íslenskra króna og er um 31% meira en á þriðja ársfjórðungi 2006.

Þá hefur stjórn Össurar ákveðið að auka hlutafél með útboði á nýjum hlutum, sem nema allt að 10% af heildarhlutafé félagsins, til takmarkaðs hóps fagfjárfesta. Í kjölfarið mun Össur óska eftir því að nýju hlutirnir verði teknir til viðskipta í OMX Norrænu kauphöllinni Íslandi (OMXI)," segir í tilkynningu frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×