Fleiri fréttir

Vilhjálmur aflar gagna í Héraðsdómi

Aðalmeðferð í máli sem Vilhjálmur Bjarnason, fjárfestir og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, höfðaði gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Fleiri konur þýðir hærri ávöxtun

Ávöxtun hlutabréfa fyrirtækja er hærri ef fleiri konur eru í stjórn þeirra. Þetta kemur fram í rannsókn sem Robert Næss, fjárfestingarstjóri hjá Nordea Investment Management í Noregi framkvæmdi.

Byggðastofnun hefur selt 46 eignir frá 2009

Byggðastofnun á nú 25 fasteignir um land allt sem fengist hafa við gjaldþrot eða nauðungarsölu. Þingmaður vill láta skoða hvort gefa megi Breiðdalshreppi eina eign stofnunarinnar, en slíkt hefur ekki tíðkast hingað til að sögn talsmanns Byggðastofnunar.

Viðsnúningur í fjárhagsaðstoð

21 fleiri heimili þáðu fjárhagsaðstoð árið 2012 en árið 2011. Frá árinu 2007 til 2011 fjölgaði aftur á móti heimilum sem þáðu fjárhagsaðstoð að jafnaði um 860 á ári.

Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða

Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa.

Útgáfudögum DV fækkar

Blaðið mun frá og með desember koma út sem vikublað á þriðjudögum og sem helgarblað.

Ekki lengur popp og kók í Sambíóum

Sambíóin munu héðan í frá selja gosdrykki frá Ölgerðinni en Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Sambíóin hófu samstarf í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum.

Samkeppniseftirlitið úrskurðar WOW air í hag

Samkeppniseftirlitið hefur beint þeim fyrirmælum til Isavia að tryggja WOW Air aðgang að samkeppnislega mikilvægum afgreiðslutíma fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Isavia ber ábyrgð á rekstri flugvallarins. Þetta kom fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt var í dag.

Árni Oddur ráðinn forstjóri Marels

Árni Oddur Þórðarson hefur verið ráðinn sem forstjóri Marel. Samhliða því var Ásthildur Margrét Otharsdóttir gerð að stjórnarmanni og Arnar Þór Másson varaformaður stjórnar.

Gengi krónunnar lækkar gagnvart evru

Gengi krónunnar hefur fallið gagnvart evrunni um 3,1% en á sama tíma hefur hún eingöngu lækkað um 0,6% gagnvart dollaranum. Að baki liggja tvær ástæður.

Vilja láta sverfa til stáls

Samtök verslunar og þjónustu eru nú að íhuga að láta á það reyna að einhver félagsmanna flytji inn ófrosið kjöt.

Olíufélög gagnrýna skamman fyrirvara

Stjórnendur tveggja olíufélaga segja aðlögunartíma vegna nýrra laga um sölu á eldsneyti af endurnýjanlegum uppruna of stuttan. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vísar í þverpólitíska sátt um málið innan atvinnuveganefndar Alþingis.

Opnuðu dótabúð til að skapa sér atvinnu

"Það eru ekki margar svona litlar dótabúðir á höfuðborgarsvæðinu í dag,“ segir Jóhann Jóhannsson annar eigandi verslunarinnar Litla dótabúðin í Álfabakka í Mjóddinni.

Exeter-dómi snúið: Styrmir í árs fangelsi

Hæstiréttur hefur snúið dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka, í Exeter-málinu svokallaða. Hann var sýknaður í héraði en fær árs fangelsi í Hæstarétti

Ferðamenn átu skyndibita fyrir tvo milljarða króna

Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna í september jókst um rúman fimmtung frá sama mánuði í fyrra og nam 6,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar.

Sérmerktar gæðavetrarúlpur

Batik hefur yfir að ráða glæsilegu úrvali af úlpum og jökkum frá þýska gæðaframleiðandanum James & Nicholson. Fyrirtækið býr að áratuga reynslu í sérsaumi á merkingu með ísaumi, silkiprenti eða endurskini í flíkur.

Fer fram á milljarða frá Glitni

Aðalmeðferð í máli Sigurjóns Sighvatssonar og tengdafjölskyldu hans gegn slitastjórn Glitnis fór fram í byrjun vikunnar. Sigurjón og fjölskylda vilja skaðabætur upp á milljarða króna frá slitastjórninni.

Sala á jólabjór hefst 15. nóvember

Vínbúðirnar munu hefja sölu á jólabjór þann 15. nóvember næstkomandi. Ekki liggur endanlega fyrir hve margar tegundir fara í sölu, en þær voru 21 um síðustu jól.

Lækka gjaldskrá um 40%

Gjaldskrá Landsnets vegna upprunaábyrgðar á raforku hefur verið lækkuð um tæp 40 prósent.

Tíu þúsund króna seðill kostar 29 krónur

Verðmæti tíu þúsund króna seðla í umferð er þegar orðin meiri en tvö þúsund króna seðla. 10.000 króna seðlarnir voru teknir voru í notkun 24. þessa mánaðar. Seðlabankinn ákvað árið 2011 að láta ekki prenta fleiri tvö þúsund króna seðla heldur láta þá fjara út.

Stjórnvöld sögð brjóta reglur um innflutning

Áminningarbréfi ESA verður svarað og áfram haldið áhættumati vegna innflutnings á dýraafurðum. Takmarkanir á kjötinnflutningi hér eru sagðar brjóta í bága við Evróputilskipun. Verði ekki fallist á skýringar stjórnvalda endar málið í dómi.

Hagkvæmari rekstur einkabílsins

Langtímaleiga á bifreiðum sækir á með hverju árinu. Sífellt fleiri sjá kosti þess að fjárfesta ekki í dýrum bílum heldur nýta sér langtímaleigu.

ESA slær á fingur stjórnvalda vegna kjötinnflutnings

Takmarkanir á innflutningi á ferskum kjöti og unnum kjötvörum sem hér hafa verið leiddar í lög eru andstæða samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, kemst að þessari niðurstöðu í formlegu áminningarbréfi sem stofnunin sendi frá sér í dag.

Stefna á alþjóðlega herferð

Íslenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla hefur ráðið auglýsingastofuna Jónsson & Le'macks til að sjá um alþjóðlega samfélagsmiðlaherferð fyrir spurningaleikinn QuizUp.

Fleiri nota LinkedIn en Twitter

Um 259 milljónir manna nota samskiptamiðilinn LinkedIn í hverjum mánuði og er þar með er LinkedIn komið fram úr Twitter sem er með 230 milljónir notenda.

50.000 gestir á Mary Poppins

Fimmtíu þúsundasti gesturinn er væntanlegur á sýningu Mary Poppins í Borgarleikhúsinu um helgina. Gesturinn verður leystur út með veglegum vinningum.

Lýður og Sigurður mættu ekki

Lýður Guðmundsson og Sigurður Valtýsson munu ekki koma til landsins og taka afstöðu til ákæru sérstaks saksóknara fyrr en í síðari hluta nóvember.

Sjá næstu 50 fréttir