Viðskipti innlent

50.000 gestir á Mary Poppins

Magnús Geir Þórðarson Borgarleikhússtjóri
Magnús Geir Þórðarson Borgarleikhússtjóri
Fimmtíu þúsundasti gesturinn er væntanlegur á sýningu Mary Poppins í Borgarleikhúsinu um helgina. Gesturinn verður leystur út með veglegum vinningum.

Þann 10. nóvember næstkomandi er komið að sýningu númer 100 á söngleiknum, sem hefur fengið góðar viðtökur hjá leikhúsgestum.

„Sýningin er sú viðamesta og flóknasta sem Borgarleikhúsið hefur nokkru sinni ráðist í - mannmörg og krefjandi dans og söngatriði, hraðar og stórar sviðskiptingar, háskaleg flugatriði og ótal tæknibrellur,“ segir í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×