Viðskipti innlent

Sala á jólabjór hefst 15. nóvember

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Stefán Karlsson
Vínbúðirnar munu hefja sölu á jólabjór þann 15. nóvember næstkomandi. Ekki liggur endanlega fyrir hve margar tegundir fara í sölu, en þær voru 21 um síðustu jól. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Haft er eftir Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur að eðli málsins samkvæmt mun jólabjórinn í einhverjum tilfellum muni mjög takmarkað magn fara í sölu. Sökum þess hve framboðið sé misjafnt sé erfitt að leggja mat á hvað sé vinsælast.

Á síðasta ári seldist mest af Tuborg Christmas Brew, eða um 205 þúsund lítrar. Í öðru sæti var Víking Jólabjór með 141 þúsund lítra og Kaldi Jólabjór var með 65 þúsund lítra. Alls var seldur 575 þúsund lítrar af jólabjór í fyrra og var það 13,2% meiar en árið 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×