Viðskipti innlent

Mælt með Íslandi fyrir fjölskyldufólk

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Í umfjöllun Lonely Planet er minnst á rjúkandi hveri, kraumandi jarðböð, stærstu fossa Evrópu, virk eldfjöll og norðurljósin á veturna.
Í umfjöllun Lonely Planet er minnst á rjúkandi hveri, kraumandi jarðböð, stærstu fossa Evrópu, virk eldfjöll og norðurljósin á veturna. mynd/getty
Ísland er meðal tíu staða í heiminum sem ferðavefurinn Lonely Planet mælir með fyrir fjölskyldufólk. Á listanum er landið sagt hafa ýmislegt upp á að bjóða fyrir alla fjölskylduna, þar á meðal hellaskoðun, kajaksiglingar og að leita að álfum.

Minnst er á rjúkandi hveri, kraumandi jarðböð, stærstu fossa Evrópu, virk eldfjöll og norðurljósin á veturna.

Þá er sérstaklega minnst á það hversu fjárhagslega hagstætt er að ferðast til landsins í kjölfar efnahagshrunsins, og að Ísland sé ódýrara fyrir ferðamenn en það hafi verið í áratugi.

Meðal annarra staða á listanum eru Havaí, Ítalía, Lappland, Danmörk og New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×