Viðskipti innlent

Vilja láta sverfa til stáls

Gissur Sigurðsson skrifar
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Mynd/Stefán Karlsson
Samtök verslunar og þjónustu eru nú að íhuga að láta á það reyna að einhver félagsmanna flytji inn ófrosið kjöt, eftir að eftirlitsstofnun EFTA, ESA, sendi íslenskum stjórnvöldum áminningarbréf um að að bann við slíku sé andstætt EES-samningnum.

Andrés Magnússon, formaður samtakanna, segir í viðtali við Morgunblaðið að það sé að líkindum fljótvirkari leið að fá málið þannig fyrir íslenska dómstóla en að láta málið fara fyrir EFTA-dómstólinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×