Viðskipti innlent

Framtíð veðlána óljós - Ný lög um neytendalán taka gildi á föstudag

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Ný lög um neytendalán taka gildi á föstudaginn, ekki er ljóst hvaða veðlánasamningar komi til með að falla undir lögin.
Ný lög um neytendalán taka gildi á föstudaginn, ekki er ljóst hvaða veðlánasamningar komi til með að falla undir lögin. mynd/365
Árleg hlutfallstala kostnaðar  þeirra samninga sem munu falla undir ný lög um neytendalán má að hámarki vera 50 prósent að viðbættum stýrivöxtum. Nýju lögin taka gildi næstkomandi föstudag.

Eins og fram kom í frétt Vísis býður fyrirtækið Kaupum Gull upp á veðlán með fjögurra prósenta vöxtum á mánuði. Ársvextir samkvæmt því eru 60,1 prósent.

Slík lánastarfsemi fellur ekki undir núgildandi lög um neytendalán.

Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu segir að nýju lögin muni ekki heldur fjalla um það hvaða samninga má eða má ekki veita, en þar er fjallað um form samninganna og upplýsingagjöf.

Hún segir að Neytendaráð þurfi að skoða einstök mál. Ef í ljós komi að lánasamningar eins og þeir sem Kaupum gull bjóða upp á, falli undir nýju lögin þá verði þeim óheimilt að innheimta kostnað sem veldur því að árleg hlutfallstala kostnaðar sé hærri en 50 prósent.

Í nýju lögunum um neytendalán segir að þeir samningar, þar sem ábyrgð neytenda talmarkast við veðsetningu handveðs, verði undanskildir lögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×