Viðskipti innlent

Sigmundur Davíð segir kröfuhafa hafa það of náðugt

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Forsætisráðherra er orðinn óþreyjufullur þar sem þessi staða hamli bæði fjárfestingu og vexti.
Forsætisráðherra er orðinn óþreyjufullur þar sem þessi staða hamli bæði fjárfestingu og vexti.
Forsætisráðherra segir að nokkur ár gætu liðið þar til viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna lýkur og hægt verður að afnema gjaldeyrishöftin.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í viðtali við Reuters að kröfuhafar hafi það of náðugt innan íslensks hagkerfis en formlegar viðræður séu ekki enn hafnar.

Í frétt Reuters segir að Sigmundur sé orðinn óþreyjufullur þar sem þessi staða hamli bæði fjárfestingu og vexti.

„Þetta hefur sannarlega ekki gengið eins hratt og við höfðum vonað, en við áttu samt von á því að þetta gæti tekið einhver ár,“ sagði Sigmundur.

Sigmundur sagði málið snúast um hvenær kröfuhafarnir sjálfir væru reiðubúnir að finna einhverja lausn og betra væri ef þeir finndu lausnina.

Í fréttinni er rifjað upp að Sigmundur Davíð hafi spáð því júní að samningar gætu jafnvel náðst á þessu ári og haft eftir honum að hann telji að kröfuhafar hafi sent misvísandi skilaboð og þrátt fyrir þreifingar sem hafi átt sér stað sé lítið að gerast í þessum málum.

„Að mínu mati íslenska ríkisstjórnin verið mjög hjálpleg við kröfuhafana,“ segir Sigmundur í viðtalinu.

Sigmundur segir að um leið og samningar náist við kröfuhafa verið hægt að aflétta gjaldeyrishöftum á tiltölulega skjótan hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×