Viðskipti innlent

Fer fram á milljarða frá Glitni

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigurjón Sighvatsson og fjölskylda fara fram á skaðabætur frá Glitni vegna kaupa á fasteignafélagi í Danmörku.
Sigurjón Sighvatsson og fjölskylda fara fram á skaðabætur frá Glitni vegna kaupa á fasteignafélagi í Danmörku. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Aðalmeðferð í máli Sigurjóns Sighvatssonar og tengdafjölskyldu hans gegn slitastjórn Glitnis fór fram í byrjun vikunnar. Sigurjón og fjölskylda vilja skaðabætur upp á milljarða króna frá slitastjórninni. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Fjölskyldan telur að starfsmaður einkabankaþjónustu Glitnis hafi veitt ófullnægjandi þjónustu við kaup  fjölskyldunnar á fasteignafélaginu VG investments í Danmörku árið 2005. Meðal annars voru kaupin gerð með lánveitingu frá Glitni í Lúxemborg. Fasteignafélagið tapaði fjárfestingunum og fór í þrot nokkrum árum síðar.

Slitastjórnin telur að bankinn beri ekki skaðabótaskyldu. Málatilbúnaðurinn er meðal annars byggður á því að fjölskylda Sigurjóns lét KPMG í Danmörku, sem er óháður aðili, gera áreiðanleikakannanir vegna kaupanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×