Viðskipti innlent

Stefna á alþjóðlega herferð

Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla og Viggó Örn Jónsson, einn eigenda Jónsson & Le'macks.
Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla og Viggó Örn Jónsson, einn eigenda Jónsson & Le'macks. Mynd/Plain Vanilla.
Íslenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla hefur ráðið auglýsingastofuna Jónsson & Le'macks til að sjá um alþjóðlega samfélagsmiðlaherferð fyrir spurningaleikinn QuizUp sem kemur á markað í nóvember.

Spurningaleikurinn er sérstaklega hannaður fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Leikurinn verður að sögn fyrirtækisins fáanlegur í App-store Apple.

„Þrátt fyrir að við séum að fara að kynna leikinn á heimsvísu og keppa á alþjóðlegum mörkuðum hefur það verið stefna Plain Vanilla að nýta íslenskt hugvit. Við ákváðum að leita til auglýsingastofunnar Jónsson & Le'macks til að vinna með markaðsstjóra Plain Vanilla í New York að einni af stærstu alþjóðlegu „social media“-herferðum sem íslenskt fyrirtæki hefur ráðist í. Það er afar hæfileikaríkt fólk sem þar starfar - í alvörunni á heimsmælikvarða. Við erum með bandaríska fjárfesta og aðila í stjórn og þeir myndu aldrei samþykkja að fela þennan mikilvæga þátt íslenskri auglýsingastofu nema vegna þess að þeir eru sannfærðir um að Íslendingar séu í fremstu röð á sviði samfélagsmiðla," segir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla, í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér vegna þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×