Viðskipti innlent

Betra aðgengi fyrir viðskiptavini í móttöku 365

Móttaka 365 miðla hefur tekið miklum breytingum og er orðin mjög glæsileg.
Móttaka 365 miðla hefur tekið miklum breytingum og er orðin mjög glæsileg.
„Aðgengi viðskiptavina er orðið mun betra og nú getum við sýnt vörur og þjónustu fyrirtækisins enn betur,“ segir Jón Laufdal, sölustjóri 365 miðla, en miklar endurbætur voru gerðar á móttöku og afgreiðslu fyrirtækisins í Skaftahlíð 24 fyrir skömmu. „Markmiðið með breytingunum var að geta tekið betur á móti viðskiptavinum okkar og kynnt þeim betur en áður þær vörur og þjónustu sem 365 miðlar bjóða upp á,“ útskýrir Jón.

Breytingarnar, sem hafa tekið um tvo mánuði, breyta móttökunni í nokkurs konar verslun, þar sem tekið er á móti öllum viðskiptavinum 365 miðla. „Þarna fer fram sala á allri okkar þjónustu eins og áskrift að sjónvarpsstöðvunum okkar, móttaka auglýsinga fyrir Fréttablaðið og sjónvarpsmiðlana, afgreiðsla Miði.is, ásamt annarri þjónustu,“ bætir Jón við. Mikið er um að vera hjá fyrirtækinu á næstunni og mun sjónvarpssviðið til dæmis bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í jólamánuðinum.

Afgreiðsla 365 miðla er opin alla virka daga frá klukkan 9 til 18 og á laugardögum frá 11 til 16.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×