Olíufélög gagnrýna skamman fyrirvara Haraldur Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2013 07:00 Olíubirgðastöð Skeljungur hefur óskað eftir leyfi til að reisa etanóltank í Örfirisey. Fréttablaðið/GVA „Þetta er alltof stuttur fyrirvari og við getum í fyrsta lagi lokið breytingum á okkar búnaði næsta vor,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Hún vísar þar til nýrra laga sem taka gildi um áramót og skylda olíufélögin til að tryggja að minnst 3,5 prósent af eldsneytissölu verði af endurnýjanlegum uppruna. Lögin um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi voru samþykkt á Alþingi í mars síðastliðnum og samkvæmt þeim á hlutfallið að hækka upp í fimm prósent við ársbyrjun 2015. „Þau áttu upphaflega að taka gildi í janúar 2015 en þessu var flýtt til næstu áramóta. Það þýðir að við þurfum að fara í töluverðar breytingar á birgðastöð okkar til að geta blandað etanóli í bensín og lífdísil í dísilolíu. Þetta eru miklar breytingar á stuttum tíma og það hlýtur að þjóna hagsmunum allra, sér í lagi neytenda, að það sé vandað til verka,“ segir Guðrún. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, tekur í sama streng og segir aðlögunartímann of stuttan. „Okkur finnst óskynsamlegt hvað menn ætlast til að þetta sé gert hratt. Þessi efni eins og etanól og lífdísill geta verið hættuleg heilsu fólks og umhverfinu og þessi skammi aðlögunartími krefst þess að við þurfum fara í framkvæmdir á birgðastöðvum og bensínstöðvum hraðar en við teljum skynsamlegt með tilliti til öryggis og umhverfismála,“ segir Einar. Hann segir Skeljung hafa óskað eftir heimild til að reisa etanóltank við olíubirgðastöðina í Örfirisey, svo fyrirtækið geti starfað innan ramma nýju laganna. „Við höfum ekki fengið byggingarleyfi fyrir þeirri framkvæmd. Meðal annars vegna þess að opinberir aðilar eins og slökkviliðið vita ekki hvernig á að kljást við mögulega eldhættu. En það er eðlilegt að þeir þurfi sinn tíma til að kynna sér málin en á meðan þurfum við að útfæra leiðir til að geta starfað eftir lögunum,“ segir Einar. Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, segir það rétt að aðlögunartíminn hafi upphaflega átt að vera tvö ár. „Þegar lagafrumvarpið kom til umfjöllunar hjá atvinnuveganefnd Alþingis á sínum tíma ákvað nefndin hins vegar að miða við næstu áramót og innan hennar var þverpólítisk sátt um niðurstöðuna,“ segir Þórir. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
„Þetta er alltof stuttur fyrirvari og við getum í fyrsta lagi lokið breytingum á okkar búnaði næsta vor,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Hún vísar þar til nýrra laga sem taka gildi um áramót og skylda olíufélögin til að tryggja að minnst 3,5 prósent af eldsneytissölu verði af endurnýjanlegum uppruna. Lögin um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi voru samþykkt á Alþingi í mars síðastliðnum og samkvæmt þeim á hlutfallið að hækka upp í fimm prósent við ársbyrjun 2015. „Þau áttu upphaflega að taka gildi í janúar 2015 en þessu var flýtt til næstu áramóta. Það þýðir að við þurfum að fara í töluverðar breytingar á birgðastöð okkar til að geta blandað etanóli í bensín og lífdísil í dísilolíu. Þetta eru miklar breytingar á stuttum tíma og það hlýtur að þjóna hagsmunum allra, sér í lagi neytenda, að það sé vandað til verka,“ segir Guðrún. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, tekur í sama streng og segir aðlögunartímann of stuttan. „Okkur finnst óskynsamlegt hvað menn ætlast til að þetta sé gert hratt. Þessi efni eins og etanól og lífdísill geta verið hættuleg heilsu fólks og umhverfinu og þessi skammi aðlögunartími krefst þess að við þurfum fara í framkvæmdir á birgðastöðvum og bensínstöðvum hraðar en við teljum skynsamlegt með tilliti til öryggis og umhverfismála,“ segir Einar. Hann segir Skeljung hafa óskað eftir heimild til að reisa etanóltank við olíubirgðastöðina í Örfirisey, svo fyrirtækið geti starfað innan ramma nýju laganna. „Við höfum ekki fengið byggingarleyfi fyrir þeirri framkvæmd. Meðal annars vegna þess að opinberir aðilar eins og slökkviliðið vita ekki hvernig á að kljást við mögulega eldhættu. En það er eðlilegt að þeir þurfi sinn tíma til að kynna sér málin en á meðan þurfum við að útfæra leiðir til að geta starfað eftir lögunum,“ segir Einar. Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, segir það rétt að aðlögunartíminn hafi upphaflega átt að vera tvö ár. „Þegar lagafrumvarpið kom til umfjöllunar hjá atvinnuveganefnd Alþingis á sínum tíma ákvað nefndin hins vegar að miða við næstu áramót og innan hennar var þverpólítisk sátt um niðurstöðuna,“ segir Þórir.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira