Viðskipti innlent

Aðalmeðferð í Al-Thani málinu að hefjast

Kristján Hjálmarsson skrifar
mynd/daníel
Aðalmeðferð í Al-Thani-málinu svonefnda hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Í málinu eru Sigurður Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson, sem átti stóran hlut í banknum ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun eða hlutdeild í umboðssvikum og markaðsmisnotkun í tengslum við kaup á um 5% hlut í Kaupþingi fyrir 26 milljarða króna sem voru fjármögnuð með láni frá Kaupþingi.

Aðalmeðferð hefst klukkan níu í dag en því var frestað eftir að tveir verjendur sögðu sig frá því. Um fimmtíu vitni hafa verið boðuð til að mæta fyrir dóm í málinu. 


Tengdar fréttir

Kaupþingsmenn mættir fyrir dóm

Ákæra yfir níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings banka var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í aðdraganda að bankahruninu. Í umfjöllun Fréttablaðsins, þegar ákærurnar voru gefnar út, fyrr í apríl kom fram að um væri að ræða eitt stærsta mál sinnar tegundar en um er að ræða alls fimm mál sem sameinuð voru í eina ákæru. Ákæra á hendur sex starfsmönnum Landsbankans verður einnig þingfest í dag.

Endurupptaka er ekki í boði fyrir Olaf

Endurupptökunefnd innanríkisráðuneytisins hafnaði á fimmtudag beiðni Ólafs Ólafssonar, sakbornings í Al Thani-málinu, um endurupptöku á dómi Hæstaréttar frá því í desember.

Um hvað snýst Al Thani-málið?

Í byrjun nóvember nk. hefst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur aðalmeðferð í svokölluðu Al Thani-máli. Þetta er sakamál sem sérstakur saksóknari rekur gegn fjórum einstaklingum vegna viðskipta sem Kaupþing banki hf. átti við vellauðugan kaupsýslumann frá Katar

Nýr dómari tekur við Al-Thani málinu

Símon Sigvaldason mun taka við sem dómari í al-Thani málinu svokallaða auk þess sem fyrirhugað er að aðalmeðferð málsins fari fram í október en ekki í febrúar á næsta ári eins og talið var. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Símon tekur við málinu af Pétri Guðgeirssyni sem er að fara í veikindaleyfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×