Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2017 10:04 Helga Vala Helgadóttir segir að fyrir liggi að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi nýtt sér innherjaupplýsingar sjálfum sér og fjölskyldu sinni til heilla. Vísir Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, kallar eftir því að Alþingi skipi án tafar rannsóknarnefnd vegna nýrra upplýsinga um sölu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á öllum eignum sínum í Sjóði 9 hjá Glitni. „Fyrir liggur að Bjarni Benediktsson hefur nýtt innherjaupplýsingar sjálfum sér og fjölskyldu sinni til heilla, upplýsingar sem almenningur í landinu hafði ekki og gat því ekki forðað fjármunum sínum að sama skapi. Það er skýrt lögbrot ef rétt er skv lagaákvæðum um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja,“ skrifar Helga Vala á Facebook síðu sinni.Ærið tilefni til rannsóknar Hún kallar eftir því að Alþingi skipi tafarlaust rannsóknarnefnd vegna málsins, enda þó aðdragandi hrunsins hafi verið annsakaður sé augljóst að enn séu upplýsingar sem rannsakendur höfðu ekki. „Sönnun í innherjasvikamálum er flókin en miðað við þau gögn og upplýsingar sem hér birtast virðist sem margt er tengist aðdraganda hruns, vitneskju innherja og viðskiptum í kjölfarið gefa ærið tilefni til rannsóknar,“ skrifar Helga Vala. Greint er frá því í nýjasta tölublaði Stundarinnar að Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður og nú forsætisráðherra, seldi allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6 október 2008, skömmu fyrr bankahrun. Bjarni hafði á þessum tíma, vegna stöðu sinnar sem þingmaður, aðgang að upplýsingum um raunverulega stöðu Glitnis eftir að hafa setið fundi um alvarlega stöðu bankakerfisins. Alls seldi Bjarni bréf í Glitni fyrir um 120 milljónir króna eftir að hafa fundað með bankastjóra Glitnis. Þar er því jafnfram haldið fram að 6. október, sama dag og þáverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde, bað Guð um að blessa Ísland hafi Bjarni miðlað upplýsingum um vinnu Fjármálaeftirlitsins í aðdraganda bankahrunsins til framkvæmdastjóra hjá Glitni, sem er vinur hans. Faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, og föðurbróðir hans, Einar Sveinsson, seldu einnig í Sjóði 9 dagana fyrir bankahrunið 2008 eins og greint var frá í Fréttablaðinu í desember í fyrra. Í samtali við Heimi Má Pétursson í þættinum Víglínunni í desember í fyrra gekkst Bjarni við því að hafa átt í Sjóði 9 og selt eitthvað sjóðnum dagana fyrir bankahrunið. Hann sagðist þó ekki reka minni til að það hefðu verið upphæðir sem hafi „skipt einhverju máli.“ Virði bréfanna sem hann seldi dagana fyrir hrun námu um 50 milljónum, er fram kemur í umfjöllun Stundarinnar. Tengdar fréttir Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, kallar eftir því að Alþingi skipi án tafar rannsóknarnefnd vegna nýrra upplýsinga um sölu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á öllum eignum sínum í Sjóði 9 hjá Glitni. „Fyrir liggur að Bjarni Benediktsson hefur nýtt innherjaupplýsingar sjálfum sér og fjölskyldu sinni til heilla, upplýsingar sem almenningur í landinu hafði ekki og gat því ekki forðað fjármunum sínum að sama skapi. Það er skýrt lögbrot ef rétt er skv lagaákvæðum um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja,“ skrifar Helga Vala á Facebook síðu sinni.Ærið tilefni til rannsóknar Hún kallar eftir því að Alþingi skipi tafarlaust rannsóknarnefnd vegna málsins, enda þó aðdragandi hrunsins hafi verið annsakaður sé augljóst að enn séu upplýsingar sem rannsakendur höfðu ekki. „Sönnun í innherjasvikamálum er flókin en miðað við þau gögn og upplýsingar sem hér birtast virðist sem margt er tengist aðdraganda hruns, vitneskju innherja og viðskiptum í kjölfarið gefa ærið tilefni til rannsóknar,“ skrifar Helga Vala. Greint er frá því í nýjasta tölublaði Stundarinnar að Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður og nú forsætisráðherra, seldi allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6 október 2008, skömmu fyrr bankahrun. Bjarni hafði á þessum tíma, vegna stöðu sinnar sem þingmaður, aðgang að upplýsingum um raunverulega stöðu Glitnis eftir að hafa setið fundi um alvarlega stöðu bankakerfisins. Alls seldi Bjarni bréf í Glitni fyrir um 120 milljónir króna eftir að hafa fundað með bankastjóra Glitnis. Þar er því jafnfram haldið fram að 6. október, sama dag og þáverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde, bað Guð um að blessa Ísland hafi Bjarni miðlað upplýsingum um vinnu Fjármálaeftirlitsins í aðdraganda bankahrunsins til framkvæmdastjóra hjá Glitni, sem er vinur hans. Faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, og föðurbróðir hans, Einar Sveinsson, seldu einnig í Sjóði 9 dagana fyrir bankahrunið 2008 eins og greint var frá í Fréttablaðinu í desember í fyrra. Í samtali við Heimi Má Pétursson í þættinum Víglínunni í desember í fyrra gekkst Bjarni við því að hafa átt í Sjóði 9 og selt eitthvað sjóðnum dagana fyrir bankahrunið. Hann sagðist þó ekki reka minni til að það hefðu verið upphæðir sem hafi „skipt einhverju máli.“ Virði bréfanna sem hann seldi dagana fyrir hrun námu um 50 milljónum, er fram kemur í umfjöllun Stundarinnar.
Tengdar fréttir Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00
Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02