Viðskipti innlent

Icelandair Group hagnaðist um átta milljarða

Haraldur Guðmundsson skrifar
Icelandair flutti 822 þúsund farþega á þriðja fjórðungi þessa árs.
Icelandair flutti 822 þúsund farþega á þriðja fjórðungi þessa árs. Fréttablaðið/Pjetur
Hagnaður Icelandair Group á þriðja fjórðungi þessa árs nam 65,3 milljónum dala, eða um 7,8 milljörðum íslenskra króna.

Það er talsvert meiri hagnaður en félagið skilaði á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn var 51,4 milljónir dala, eða rúmir sex milljarðar króna.

„Við höfum verið í miklum vexti undanfarin ár og höfum ekki verið að kaupa önnur félög heldur lagt áherslu á innri vöxt og það hefur gengið eftir á arðbæran hátt,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, spurður hverju hann þakki góðan rekstur félagsins.

Í tilkynningu sem Icelandair Group sendi frá sér um afkomuna á fjórðungnum segir að flugáætlun Icelandair í millilandaflugi hafi verið sú umfangsmesta frá upphafi. Fjölgun farþega var mest á Norður-Atlantshafsmarkaðnum, eða um 16 prósent, en farþegar í þeim ferðum voru 52 prósent af heildarfarþegafjölda félagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×