Viðskipti innlent

Fleiri konur þýðir hærri ávöxtun

Samúel Karl Ólason skrifar
Það borgar sig að hafa fleiri konur í stjórnum fyrirtækja.
Það borgar sig að hafa fleiri konur í stjórnum fyrirtækja. Mynd/GVA
Ávöxtun hlutabréfa fyrirtækja er hærri ef fleiri konur eru í stjórn þeirra. Þetta kemur fram í rannsókn sem Robert Næss, fjárfestingarstjóri hjá Nordea Investment Management í Noregi framkvæmdi. Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins.

Yfir 1.600 alþjóðleg fyrirtæki sem eru í vísitölu Morgan Stanley voru skoðuð. Fram kemur í rannsókninni að ávöxtun hlutabréfa fyrirtækja er meiri eftir því sem fleiri konur eru í stjórn þeirra. Auk þess að hlutabréf fyrirtækja með fleiri konum eru áhættuminni en ella.

Auk þess kannaði Robert hvernig hlutabréf fyrirtækja á hlutabréfamarkaði þar sem konur eru æðstu yfirmenn hefur þróast. Munu bréf fyrirtækja þar sem konur eru forstjórar hafa hækkað talsvert umfram almenna markaðshækkun.

Hlutfall kvenna í stjórn fyrirtækja samanborið við árlega ávöxtun hlutabréfa:

  • Engin kona í stjórn: 10,6%
  • Að 10% konur: 10,7%
  • 10-20% konur: 11,4%
  • 20-30% konur: 11,5%
  • Meira en 30% konur í stjórn: 12,5%





Fleiri fréttir

Sjá meira


×