Viðskipti innlent

Vilhjálmur aflar gagna í Héraðsdómi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Vilhjálmur Bjarnason fær að afla gagna.
Vilhjálmur Bjarnason fær að afla gagna.
Aðalmeðferð í máli sem Vilhjálmur Bjarnason, fjárfestir og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, höfðaði gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Vilhjálmur hefur aflað gagna um Landsbankann í þeim tilgangi að undirbúa mögulega hópmálssókn á hendur fyrrverandi eigendum bankans reynist gögn málsins sýna að háttsemi þeirra hafi verið saknæm og bótaskyld. Björgólfur var einn stærsti eigandi bankans í gegnum eignarhaldsfélög sín.

Vilhjálmur telur að Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson hafi samkvæmt lögum átt að framkvæma yfirtöku á Landsbankanum þar sem eignahlutur þeirra hafi verið talsvert meiri en þeir létu líta út fyrir.

Aðalmeðferð í málinu hófst í morgun í Hérðasdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur snéri dómi Hérðasdóms Reykjavíkur sem synjaði Vilhjálmi um gagnöflun í málinu. RUV greinir frá því að Björgólfur Guðmundsson muni ekki bera vitni gegn syni sínum. Hæstiréttur hefur heimilað að 16 manns gefi skýrslu í málinu en Björgófur mun þó ekki bera vitni gegn syni sínum í ljósi laga. Nákomnir ættingjar geta komist hjá því að bera vitni gegn þeim sem málshöfðun beinist gegn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×