Viðskipti innlent

Viðsnúningur í fjárhagsaðstoð

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Heimilum sem þáðu fjárhagsaðstoð fjölgaði um 0,3 prósent á milli áranna 2011 og 2012.
Heimilum sem þáðu fjárhagsaðstoð fjölgaði um 0,3 prósent á milli áranna 2011 og 2012. Mynd/Stefán Karlsson
Í fyrra fengu 7.736 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 21 frá árinu áður.

Það er viðsnúningur frá fyrri árum því frá árinu 2007 til ársins 2011 fjölgaði heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð að jafnaði um 860 á ári.

Fjölmennustu hóparnir sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2012 voru sem fyrr einstæðir barnlausir karlar eða 43 prósent og einstæðar konur með börn, eða 27,1 prósent heimila.

Þá var tæplega helmingur (48,3%) viðtakenda fjárhagstoðar í fyrra atvinnulaus og af þeim tæplega tveir þriðju án bótaréttar, alls 2.270 einstaklingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×