Fleiri fréttir

Svipað og í janúar 2009

Atvinnulausum fækkaði um 0,1 prósentustig í september frá fyrra mánuði. Alls voru að meðaltali 10.759 atvinnulausir í september og hafði þeim fækkað um 535 frá ágúst. Atvinnuleysi er hið sama og það var í júlí, eða 6,6 prósent.

Tveir nýir stjórnendur til Skýrr - 20 starfsmenn ráðnir á síðustu vikum

Skýrr hefur ráðið tvo nýja stjórnendur til sín. Lilja Brynja Skúladóttir hefur verið ráðin sem fjármálastjóri samstæðureikningsskila Skýrr og Garðar Már Birgisson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Skýrr á Akureyri. Frá byrjun september hafa tuttugu nýir starfsmenn hafið störf hjá Skýrr. Um síðastliðna helgi auglýsti fyrirtækið síðan eftir sjö starfsmönnum til viðbótar.

Glórulaus samrekstur „sparisjóða og spilavíta“

Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur segir að vel gerlegt sé að breyta mikilvægum þáttum í íslensku hagkerfi til þess að fyrirbyggja að hamfarirnar sem gengu yfir landið haustið 2008 endurtaki sig. Í grein sem Heiðar Már skrifar og birt er hér á Vísi í tilefni af því að þrjú eru nú liðin frá falli stóru viðskiptabankanna þriggja segir hann að einfalt ætti að vera að breyta því sem þarf að breyta.

Dregur úr atvinnuleysi

Skráð atvinnuleysi í september var 6,6 prósent en að meðaltali voru 10.759 atvinnulausir þann mánuðinn og fækkaði atvinnulausum um 535 að meðaltali frá ágúst eða um 0,1 prósentustig. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem birtar hafa verið á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Harpa skapar yfir milljarð aukalega í gjaldeyristekjum

Ætla má að beinar og óbeinar viðbótargjaldeyristekjur vegna tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu geti numið 1,0-1,4 milljörðum kr. árlega. Sú tala gæti þó hækkað verulega ef fleiri koma til landsins sérstaklega vegna Hörpu.

Íslendingar kaupa fiskvinnslu í Víetnam

Íslenska fyrirtækið Portunas hefur fest kaup á fiskvinnslustöð í Víetnam. Fiskvinnslustöð þessi sérhæfir sig í vinnslu á afurðum úr pangasius fiski en hann er algengasti eldisfiskurinn í Víetnam.

Decode semur við Pfizer um rannsóknir

Decode hefur samið við bandaríska lyfjarisann Pfizer um rannsóknarsamvinnu á ofnæmissjúkdóminum lupus sem kallaður er rauðir úlfar á íslensku.

Guðbjörg Edda nýr forseti EGA

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, er nýr forseti Samtaka evrópskra samheitalyfjafyrirtækja, European Generic Medicines Association (EGA).

Heildaraflinn eykst um 1% milli ára

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði, metinn á föstu verði, var 0,8% meiri en í september í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 1,0% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði.

Gífurlegt verðfall á norskum eldislaxi

Gríðarlegt verðfall hefur orðið á norskum eldislaxi og segir á viðskiptasíðum norska blaðsins BT, að eldið sé nú rekið með talsverðu tapi.

Segja afkomu batna jafnt og þétt

Afkoma MP banka hefur batnað stórum frá því að nýir eigendur tóku við í aprílmánuði síðastliðnum og er stefnt að því að afkoman muni enn batna jafnt og þétt og verði jákvæð á síðasta ársfjórðungi.

Fjallað um tölvuárásir á íslensk fyrirtæki í Hörpu

Ráðstefna verður haldin í Í Hörpu á morgun þar sem fjallað er um tölvuárásir á fyrirtæki. Capacent, Deloitte og Promennt standa að ráðstefnunni sem hefst klukkan níu og stendur til hádegis. Fjallað verður um hvaða afleiðingar tækniógnir geti haft fyrir rekstur fyrirtækja og hvernig draga megi úr áhættunni. „Á ráðstefnunni verða tekin raunveruleg dæmi af íslenskum fyrirtækjum er hafa orðið fyrir tjóni af völdum tölvuglæpamanna,“ segir í tilkynningu.

Bankakerfið ekki of stórt í sögulegu samhengi

Bankastjóri Íslandsbanka segir stærð bankakerfisins ekki óeðlilega í sögulegu samhengi. Sterkara og stærra eftirlitskerfi verði til þess að fækkun starfsfólks í fjármálageiranum verði ekki eins mikil og margir vilja reikna með.

Heildaraflinn í kolmunna stóraukinn

Samningar hafa tekist um veiðar úr kolmunnastofninum fyrir næsta ár. Fundarhöld fóru fram um málið í London í gær og í fyrradag og komust menn að samkomulagi um að heildarafli verði 391.000 tonn. Um töluverða aukningu frá því í ár er að ræða en þá var heildaraflinn 40.100 tonn að því er fram kemur í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Hlutdeild íslenskra skipa í aflanum verður 63.477 tonn að frádregnum flutningi aflamarks á milli ára.

Þjónusta bætt á Gatwick

Farþegar Iceland Express frá Lundúnum ættu að komast mun hraðar í gegnum öryggiseftirlit á Gatwick flugvelli, eftir að nítján ný öryggishlið voru tekin í notkun á flugvellinum í gær. Endurbæturnar kostuðu 8,1 milljarð króna og eru hluti af 218 milljarða króna heildarkostnaði við endurbætur á flugvellinum.

Metið staðfest hjá Guinness

Bílar frá íslenska fyrirtækinu Arctic Trucks settu nýtt heimsmet í hröðustu yfirferð á landi á Suðurheimskautslandinu þegar þeir keyrðu 2.308 kílómetra leið frá Novo til suðurpólsins í desember í fyrra.

Eignir Kaupþings aukast um 97 milljarða að nafnverði

Andvirði eigna þrotabús Kaupþing jókst töluvert á fyrri helmingi ársins. Nam aukningin 97 milljörðum króna að nafnvirði en að teknu tilliti til þess að gengi krónunnar lækkaði um 5,5% á tímabilinu er raunverðshækkun eignanna um 48 milljarðar króna.

Mærsk selur hluta af skipaflota sínum

Danska skipafélagið Mærsk hefur selt hluta af skipaflota sínum fyrir 7,6 milljarða danskra króna eða sem svarar til rúmlega 160 milljarða króna.

Leigusamningum fækkaði milli ára í september

Þinglýstir leigusamningar á landinu öllu voru tæplega 1.500 talsins í september s.l. Þeim fjölgaði um tæp 13% frá fyrra mánuði en miðað við september í fyrra hefur þeim fækkað um 5,4%.

Hagnaður Alcoa undir væntingum

Álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, skilaði 172 milljóna dollara hagnaði eða um 20 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins.

Samskip stefnir Eimskip - vilja tæpa fjóra milljarða

Samskip hafa birt A1988 hf., sem áður hét Eimskipafélag Íslands, stefnu og krafist þess að félagið verði dæmt til að greiða skaðabætur vegna ólöglegrar atlögu að Samskipum á flutningamörkuðum á árunum 1999 til 2002. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.

iPad vinsælasta spjaldtölvan á internetinu

Samkvæmt niðurstöðum markaðsrannsóknar fyrirtækisins comScore er iPad vinsælasta spjaldtölva Internetsins. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að 97.2% af þeim sem nota spjaldtölvur á Internetinu noti spjaldtölvuna vinsælu frá Apple.

BlackBerry-þjónustan liggur enn niðri

Notendur Blackberry snjallsímanna eru æfir annan daginn í röð. Skilaboðaþjónusta BlackBerry liggur enn niðri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Vandamálið má rekja til galla í tækjunum sem lokar fyrir internetaðgang þeirra.

Sala Iceland Foods jókst um 10% milli ára

Aukningin í sölunni hjá Iceland Foods verslunarkeðjunni nam 10% á þriða ársfjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Aukning er 4,5% frá öðrum ársfjórðungi ársins.

Íslandsbanki stofnar sérstaka kortaeiningu

Íslandsbanki hefur ákveðið að stofna sérstaka kortaeiningu innan viðskiptasviðs bankans. Með þessu er ætlunin að efla greiðslukortastarfsemi bankans.

Skuldaaðlögun eykur einkaneyslu og fjárfestingar

Greining Íslandsbanka segir að aðgerðir í skuldaaðlögun skýri að hluta þann vöxt sem greina má í einkaneyslu og fjárfestingu heimilanna á þessu ári. Jókst einkaneyslan um 3,1% á fyrri hluta þessa árs og benda korta- og innflutningstölur til þess að vöxturinn hafi haldið áfram á þriðja árfjórðungi.

Auðlindaskattur mismunar atvinnugreinum

Upplýsingar sem greining Arion banka hefur tekið saman sýna að auðlindaskattur mismunar atvinnugreinum, það er stóriðju og sjávarútvegi. Svo virðist sem sjávarútvegurinn borgi tvöfalt meira í auðlindaskatt en stóriðjan ef miðað er við gjöld af tekjum.

Aukning farþega og flugvéla eykur tekjur Isavia

Aukin farþegaumferð um Keflavíkurflugvöll og flugumferð yfir Norður Atlantshafið hefur komið Isavia verulega til góða í ár. Þessi aukna umferð farþega og flugvéla skilaði hátt í 800 milljónum króna í auknar tekjur hjá Isavia á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra.

Gengi krónunnar hefur styrkst stöðugt frá því í sumar

Gengi krónunnar hefur styrkst nær stöðugt frá því um miðjan júlí s.l. Í augnablikinu er gengisvísitalan rétt undir 213 stigum en um miðjan júlí stóð hún í rúmum 220 stigum. Þetta er styrking á genginu upp á um 3,5% á þessu tímabili.

Hagstofan leiðréttir tölur um vöruskiptin

Hagstofan hefur leiðrétt frétt sína um vöruskiptajöfnuðinn fyrir tímabilið janúar til ágúst í ár. Í leiðréttingunni kemur fram að vöruskiptajöfnuðurinn var 9,7 milljörðum kr. lakari en á sama tímabili í fyrra en ekki 8,3 milljörðum kr. eins og stóð í fyrstu fréttinni.

Samkeppnisreglur flækja söluna á Iceland

Samkeppnisreglur gera það að verkum að fjórar af stærstu stórmarkaðakeðjum Bretlands þyrftu að losa sig strax við yfir 20% af verslunum Iceland ef þær eignast Iceland.

Raunávöxtun lífeyrissjóðanna batnar verulega milli ára

Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna þ.e. ávöxtun umfram verðbólgu batnaði verulega milli áranna 2009 og 2010. Í fyrra var raunávöxtunin var 2,65% samanborið við 0,34% á árinu 2009. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ár var neikvætt um 1,6% en meðaltal sl. 10 ára er hinsvegar 2,2% í plús.

Hlutabréf í Dexía hrapa

Hlutabréf í fransk-belgíska Dexía-bankanum lækkuðu um þriðjung í gær eftir að belgísk stjórnvöld ákváðu að kaupa hinn belgíska hluta bankans til að bjarga honum frá gjaldþroti og greiða fjóra milljarða evra fyrir, en það samsvarar um það bil 640 milljörðum króna.

Kaupmáttur lækkar um 13 prósent

Ráðstöfunartekjur á mann drógust saman um 7,9 prósent milli áranna 2009 og 2010 og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 12,6 prósent. Heildartekjur heimilanna drógust saman um 3,6 prósent á sama tíma. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Ráðstöfunartekjur heimilanna lækkuðu um 8,2 prósent á milli ára.

Kjalar og Arion banki semja

Samkomulag hefur tekist milli Kjalars, fjárfestingafélags í meirihlutaeigu Ólafs Ólafssonar, og lánardrottna félagsins um uppgjör á eignum og skuldum. Þetta staðfestu Hjörleifur Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Kjalars, og Iða Brá Benediktsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, stærsta lánardrottins félagsins, við Vísi í dag.

Nýr fjármálastjóri Íslandsbanka

Jón Guðni Ómarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Íslandsbanka og mun hann bera ábyrgð á fjármálastjórnun, samstæðuuppgjöri, fjárstýringu, stefnumótandi verkefnum og samskiptum við erlendar og innlendar lánastofnanir, lánshæfismatsfyrirtæki og fjárfesta. Jón Guðni tekur við af Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, samkvæmt tilkynningu frá Íslandsbanka. Hún hætti störfum 1. september síðastliðinn þegar hún hóf störf sem forstjóri VÍS og Lífís.

iPhone 4S slær met

Apple greindi frá því í dag að á einum degi hefði ein milljón neytenda forpantað iPhone 4S snjallsímann. Í tilkynningunni segir að með þessu hafi fyrra met Apple verið slegið, en 600.000 manns keyptu síðustu týpu iPhone í forpöntun.

Ferðamönnum fjölgað um 100 þúsund

Stefnt er að því að fjölga ferðamönnum utan háannatíma um 100 þúsund frá september í ár fram í september árið 2014, eða um 12% á ári, með nýju verkefni sem Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kynnti í dag.

Sjá næstu 50 fréttir