Viðskipti innlent

Glórulaus samrekstur „sparisjóða og spilavíta“

Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur.
Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur.
Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur segir að vel gerlegt sé að breyta mikilvægum þáttum í íslensku hagkerfi til þess að fyrirbyggja að hamfarirnar sem gengu yfir landið haustið 2008 endurtaki sig. Í grein sem Heiðar Már skrifar og birt er hér á Vísi í tilefni af því að þrjú eru nú liðin frá falli stóru viðskiptabankanna þriggja segir hann að einfalt ætti að vera að breyta því sem þarf að breyta.

Heiðar Már segir það beinlínis „sorglegt“ ef ekki verður gripið til aðgerða til þess að fyrirbyggja að hagkerfið komist í þær ógöngur sem leiddu til hrunsins.

Hann segir einkum fjóra þætti hafa skipt sköpum um ofris og fall hagkerfisins á árunum 2003 til 2008. 1. Peningastefna sem ýtti undir erlenda lántöku, vaxtamunaviðskipti, og útþenslu fjármálakerfisins. 2. Útgjöld hins opinbera tvöfölduðust á tímanum. 3. Ríkisrekin uppbygging stóriðju, sem hafði í  för með sér fjárfestingu og innspýtingu í hagkerfið upp á 25% af þjóðarframleiðslu, átti sér stað á einungis 5 árum, þrýsti mjög á raunhagkerfið og ýtti enn frekar undir þenslu. 4. Samrekstur viðskipta-og fjárfestingabanka, með öðrum orðum „sparisjóðs og spilavítis“, náði nýjum hæðum og hagkerfið sló heimsmet í stærð fjármálakerfis, sem náði að verða 10 föld þjóðarframleiðsla.

Um stóriðjunni, og miklar virkjanaframkvæmdir á tímabilinu samhliða öðrum uppgangi, segir Heiðar Már í greininni: „Ekkert hagkerfi ræður við 25% [af þjóðarframleiðslu innsk. blm.] fjárfestingu á örfáum árum eins og gerðist í kringum virkjun Kárahnjúka og tengda stóriðju.  Þar við bætist að arðsemi verkefnisins er engin, því miður.  Ríkið er ekki rétti aðilinn til að hagnýta tækifæri á hagkvæman hátt.  Ríkið skapar aldrei varanlegan hagvöxt, það gerir einkaframtakið.“

 


Tengdar fréttir

Hvað höfum við lært

Hrunið var öllum mikið áfall en hrunið hefur jafnframt sýnt okkur hverjar brotalamir kerfisins eru. Ef enginn dregur lærdóm af hruninu er það sorglegt og ávísun á annað hrun. Hvað fór úrskeiðis? Hvernig gat það gerst að þróað samfélag fékk slíkan skell að hagkerfið dróst saman um helming á rúmu ári, mælt í alþjóðlegum myntum?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×