Fleiri fréttir

Boða breytingar á evrusvæði

Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, leiðtogar Þýskalands og Frakklands, munu mæla fyrir „mikilvægum breytingum“ á stjórnun evrusvæðisins.

Samkomulag um endurfjármögnun banka

Angela Merkel og Nicolas Sarkozy komu fram á blaðamannafundi seinnipartinn í dag og kynntu niðurstöður fundar sem þau áttu um málefni evrusvæðisins fyrr í dag. Þau sögðust hafa náð samkomulagi um endurfjármögnun bankakerfisins, en kynntu ekki frekar hvað fælist í því samkomulagi. Nicolas Sarkozy sagði að frekar yrði tilkynnt um áætlunina fyrir lok október, en sagði að hún myndi fela í sér alþjóðlega launs.

Örlög Dexia ráðast í dag

Forsvarsmenn fransk-belgíska bankans Dexia hittast í Brussel í dag til að ákvarða örlög bankans sem er fyrsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Þá munu Frakklandsforseti og Kanslari Þýskalands funda í Berlín um næstu skref.

Sarkozy og Merkel funda í dag

Nicolas Sarkozy forseti Frakklands og Angela Merkel kanslari Þýskalands munu hittast í Berlín í dag til að ræða skuldavanda Evuríkjanna. Frakkar vilja nota neyðarsjóð evruríkjanna til að endurfjármagna franska banka en Þjóðverjar vilja einungis nota sjóðinn í algjörri neyð. Þá munu ríkin einnig reyna að finna leiðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu vandans en talið er að evrópskir bankar þurfi hundrað til tvö hundruð milljarða evra.

Íslensk dagskrárgerð er styrkur Stöðvar 2

"Íslandsbanki og Íþróttabandalag Reykjavíkur hafa átt í samstarfi um Reykjavíkurmaraþonið undanfarin átta ár. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem bankinn er hvað stoltastur af að tengjast og hefur alltaf lagt mikinn metnað í. Eitt af því var að bjóða upp á vefinn www.hlaupastyrkur.is síðastliðið ár. Þar gefst fólki tækifæri á að hvetja hlaupara og leggja um leið sitt að mörkum við að leggja góðum málefnum lið.

Færði tæknina til fólksins

"Hann hafði mjög sterka sýn á það hvernig hann gæti fangað hug og hjörtu fólks," segir Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, sem hafði töluverð kynni af Steve Jobs vegna starfa sinna hjá Sony og Time-Warner.

50 ár á horninu á Skólavörðustíg

Ein af eldri búðum bæjarins, Tösku og hanskabúðin, fagnar 50 ára afmæli þessa dagana en öll fimmtíu árin hefur verslunin verið til húsa á horninu á Skólavörðustíg og Bergstaðastræti.

Google frestar nýrri uppfærslu Android

Google ætlar ekki að ýta úr vör nýrri útgáfu af Android stýrikerfinu vinsæla, en áætlað var að kynna uppfærsluna í dag. Í yfirlýsingu segir að Google hafi ákveðið að fresta kynningunni af virðingu við Steve Jobs, fyrrum forstjóra Apple.

Evrópusambandið gefur Microsoft grænt ljós

Microsoft hefur fengið leyfi Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins til að yfirtaka Skype. Microsoft mun greiða 8.5 milljarða dollara fyrir símaskiptaforritið vinsæla, en notendur forritsins skipta milljónum. Talið er að Microsoft muni nota hugbúnað Skype til að betrumbæta samskipta forrit sitt, Windows Live Messenger, ásamt því að bjóða upp á nýjungar í Office hugbúnaðarpakkanum.

BYR tapaði næstum milljarði

Byr hf. tapaði 941 milljón króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins, samkvæmt árshlutauppgjöri. Að teknu tilliti til 10 milljarða króna hlutafé Íslandsbanka í Byr reiknast eiginfjárhlutfall Byrs hf. 13,5% miðað við fjárhæðir í júnílok 2011. Þann 30. júní síðastliðinn námu heildareignir 133 milljörðum króna og heildarskuldir námu rúmum 125 milljörðum króna. Heildarútlán námu 95 milljörðum króna og heildarinnlán námu 124 milljörðum króna.

Metfjöldi með Icelandair í september

Icelandair flutti 168 þúsund farþega í september. Það er mesti farþegafjöldi í septembermánuði í sögu félagsins og jafngildir 15% aukningu frá síðasta ári. Sætaframboð Icelandair var aukið um 23% á tímabilinu og sætanýting nam 78,3% sem er yfir meðallagi í september.

103 þúsund ný störf í Bandaríkjunum

Alls urðu 103 þúsund störf til í Bandaríkjunum í september samkvæmt fréttavef BBC. Þrátt fyrir aukningu starfanna þá stendur atvinnuleysi í stað, eða í 9,3 prósentum.

Saksóknari hættir rannsókn á EFÍA - flugmenn íhuga að stefna ríkinu

Sérstakur saksóknari hefur til­kynnt að hann hafi hætt rannsókn á meintum brotum á fjárfestingar­heimildum Eftirlaunasjóði félags íslenskra atvinnuflugmanna (EFÍA) og fjögurra annarra lífeyrissjóða sem voru í umsjá gamla Landsbankans fyrir hrun. Staðfesting þess efnis barst sjóðnum 2. október síðastliðinn samkvæmt fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA).

Nýherji sér um upplýsingakerfi Hörpu

Nýherji hefur tekið að sér rekstur og hýsingu á upplýsingakerfum í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi. Nýherji annast hýsingu allra miðlægra gagna í Hörpu, hýsingu fjárhagskerfis og veitir alla almenna tölvuþjónustu til starfsmanna. Þá rekur Nýherji einnig IP símstöðvaþjónustu fyrir Hörpu samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.

Bónus oftast með lægsta verðið

Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á ýmsum matvörum í ellefu matvöruverslunum á höfuðborgasvæðinu og nágrenni á þriðjudaginn. Kostur Dalvegi neitaði að taka þátt í könnuninni.

Norðurál íhugar að skila orku vegna nýrrar virkjunar

Forsvarsmenn Norðuráls íhuga að nýta sér ákvæði í orkukaupasamningum og minnka kaup sín á rafmagni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ástæðan er sú að fyrirtækið er skuldbundið til að taka við orku úr fimmta áfanga Hellisheiðarvirkjunar, Sleggjunni, sem gangsettur var á laugardag. Þar eru framleidd 90 megawött af rafmagni.

King segir hættu á mestu kreppu allra tíma

Bankastjóri Englandsbanka Mervyn King segir að Bretar gætu lent í klónum á verstu fjármálakreppu allra tíma. Þessi orð lét hann falla þegar hann færði rök fyrir þeirri ákvörðun sinni í gær að dæla 75 milljörðum punda, eða tæpum þrettán þúsund milljörðum íslenskra króna inn í breskt hagkerfi.

Orkuveitan selur eignir fyrir 465 milljónir

Orkuveita Reykjavíkur hefur selt þrjár eignir fyrir samtals 465 milljónir króna. Eignirnar voru auglýstar til sölu í vor og í sumar en þær eru samliggjandi jarðir Hvammur og Hvammsvík í Kjós, Hótel Hengill á Nesjavöllum og húsnæði í Elliðaárdal, sem hýsti minnjasafn Orkuveitunnar.

Hlutabréf í Apple hækka eftir andlát Jobs

Svo virðist sem viðskiptalífið taki andláti Steve Jobs, fyrrverandi forstjóra og hugmyndafræðings Apple, með stóískri ró. Sumir óttuðust að hlutabréf í Apple myndu lækka þegar hlutabréfamarkaðir í Bandríkjunum opnuðu í dag. Það fór þó ekki þannig, heldur hækkuðu bréfin lítillega, eða um tæpt prósent.

MP banki gerir breytingar á starfsemi í Litháen

MP banki hefur gert samkomulag við Finasta AB um að taka við starfsemi bankans í Litháen sem lýtur að markaðsviðskiptum og eignastýringu samkvæmt tilkynningu frá bankanum. Þar segir að aukin áhersla verði hins vegar lögð á uppbyggingu MP Pension Funds Baltic.

Bjóða upp á tryggingavakt fyrir neytendur

Tryggingar og ráðgjöf bjóða á Tryggingavaktina, sem er nýjung á Íslandi samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Hlutverk Tryggingavaktarinnar er að meta vátryggingarþörf viðskiptavina, hvort sem um ræðir eigna- eða persónutryggingar og tryggja þeim ódýrustu og jafnframt bestu tryggingarnar hverju sinni.

Arion um kvótafrumvarpið: Óásættanleg óvissa

Greiningardeild Arion Banka segir nýtt frumvarp um fiskveiðistjórnun fela í sér mikla óvissu sem ekki geti talist ásættanleg fyrir sjávarútveginn. Mjög varhugavert sé að ráðast í jafnmiklar uppstokkun á kerfinu og frumvarpið gerir ráð fyrir.

Nauðsynlegt að efla neyðarsjóð ESB

Antonio Borges, yfirmaður Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir nauðsynlegt að neyðarsjóður ESB verði efldur til muna og honum verði heimilað að leita fleiri úrræða en til þessa.

Bjartsýni eykst á mörkuðum

Hlutabréf á evrópskum mörkuðum hafa haldið áfram að hækka í verði eftir að markaðir opnuðu þar í dag. Aðalvísitölurnar í London, Frankfurt og París hækkuðu allar um 1,5 prósent og í Hong Kong hafði aðalvísitalan hækkað um heil 5,6 prósent þegar markaðurinn lokaði þar í nótt.

Landsbankatoppar varpa ábyrgð á aðra

Æðstráðendurnir þrír úr Landsbankanum sem slitastjórn hefur dregið fyrir dóm vegna meintra afglapa vísa allir ábyrgð á einhvern annan. Tjónið sem þeir eru sagðir hafa valdið með tveimur ákvörðunum nemur 27,7 milljörðum króna.

Ráðstefna um Ísland

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og íslensk stjórnvöld munu í sameiningu standa fyrir ráðstefnu í Hörpu 27. október næstkomandi. Rætt verður um efnahagsbatann hér á landi og þau viðfangsefni sem enn bíða úrlausnar. Ráðstefnan fer fram undir heitinu Ísland á batavegi: Lærdómar og verkefni fram undan.

Mál gegn Kaupþingi og Milestone komin lengst

Rannsókn á málefnum fjárfestingarfélagsins Milestone og rannsókn á markaðsmisnotkun í Kaupþingi banka eru þau mál sem eru lengst komin hjá sérstökum saksóknara. Rannsóknum ætti að ljúka fyrir árslok.

Grænar tölur í Evrópu og Bandaríkjunum

Allar tölur í Evrópu voru í grænum tölum þegar markaðir lokuðu í dag. STOXX 50 vísitalan hæakkaði um 4,22 prósent og stendur nú í 2,179.42 stigum. FTSE 100 vísitalan hækkaði um 3,19 prósent og stendur í 5,102.17 stigum. Þá hækkaði DAX vísitalan um 4,19 prósent og stendur í 5,473.03 stigum.

Lárus nýr forstjóri Icelandic Group

Lárus Ásgeirsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group. Lárus hefur mikla reynslu úr íslensku atvinnulífi og af alþjóðaviðskiptum.

Ógilda samruna Tals og Vodafone

Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna kaup Vodafone á símafyrirtækinu Tal. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að að niðurstaða rannsóknar eftirlitsins væri sú að samruni Vodafone og Tals myndi leiða til verulega aukinnar samþjöppunar á fákeppnismarkaði og til tvíkeppni á ýmsum undirmörkuðum á sviði fjarskipta.

Segja Breta og Hollendinga ekki hafa borið skarðan hlut frá borði

Bréfið sem íslensk stjórnvöld hafa sent Eftirlitsstofnun EFTA þar sem áliti stofnunarinnar frá því í júní vegna Icesave málsins er svarað hefur verið birt á vef viðskiptaráðuneytisins. Í bréfinu er almennt vísað til fyrri sjónarmiða sem Íslendingar hafa sett fram og því mótmælt að rökstutt álit ESA hnekki fyrri röksemdum.

Svefngenglar á markaði

Efnahags og viðskiptaráðherra segir að SP Kef og Byr hafi verið svefngenglar á markaði eftir að þeir voru endurreistir eftir hrun. Hann ætlar að leggja áherslu á að slíkt muni ekki gerast aftur og endurfjármögnuð fjármálafyrirtæki verði fullgildir aðilar á markaði.

Moodys lækkar lánshæfi Ítalíu

Lánshæfi ríkissjóðs Ítalíu var lækkað í nótt af mats-fyrirtækinu Moodys. Ítalir fá nú einkuninna A2 með neikvæðum horfum en í gær var ríkið með einkuninna Aa2. Moodys segja að aukinni áhættu við langtímafjármögnun ríkja Evrusvæðisins sé fyrst og fremst um að kenna og að fjárfestar hafi að stórum hluta misst traust á evrunni. Lækkunin kemur þrátt fyrir að skuldir hins opinbera á Ítalíu séu fremur lágar og að lánsfjárþörf Ítala sé ekki mikil þessa stundina.

Sekt gamla Landsbanka stórlækkuð

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur stórlækkað fjársekt sem lögð var á Landsbanka Íslands, eða gamla Landsbankann. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu á þessu ári að bankinn hefði brotið gegn banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda áður en eftirlitið hefur heimilað hann.

Gistinóttum fjölgar um 14%

Gistinóttum á hótelum í ágúst fjölgaði um fjórtán prósent miðað við sama mánuð í fyrra. Mest fjölgaði gistinóttum á Suðurlandi, eða um rúmlega tuttugu prósent að því er fram kemur á vefsíðu Hagstofunnar. Gistinætur voru 217.600 samanborið við 190.500 í ágúst 2010. Gistinætur erlendra gesta voru um 86% af heildarfjölda gistinátta á hótelum í ágúst og fjölgaði gistinóttum þeirra um 12% frá fyrra ári. Gistinóttum íslendinga fjölgaði einnig, voru 30.850 samanborið við 24.150 í ágúst 2010.

Arion banki selur BM Vallá

Arion banki hefur undirritað samning um sölu á B.M. Vallá ehf., frá Eignarbjargi efh., sem er dótturfélag Arion banka. Kaupandinn er BMV Holding ehf., sem er félag í eigu erlendra og íslenskra fjárfesta samkvæmt tilkynningu frá bankanum.

Moody's lækkar lánshæfismat Ítalíu

Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat sitt á Ítalska ríkinu. Ástæðurnar liggja í pólitískri óvissu þar í landi og viðkvæmu ástandi evrópumarkaða.

Sjá næstu 50 fréttir