Viðskipti innlent

Tveir nýir stjórnendur til Skýrr - 20 starfsmenn ráðnir á síðustu vikum

Lilja og Garðar, nýir stjórnendur hjá Skýrr.
Lilja og Garðar, nýir stjórnendur hjá Skýrr.
Skýrr hefur ráðið tvo nýja stjórnendur til sín.  Lilja Brynja Skúladóttir hefur verið ráðin sem fjármálastjóri samstæðureikningsskila Skýrr og Garðar Már Birgisson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Skýrr á Akureyri. Frá byrjun september hafa tuttugu nýir starfsmenn hafið störf hjá Skýrr. Um síðastliðna helgi auglýsti fyrirtækið síðan eftir sjö starfsmönnum til viðbótar.

Lilja mun bera ábyrgð á samstæðuuppgjöri og reikningsskilum samstæðunnar, ásamt því að sjá um framkvæmd innra eftirlits og innri endurskoðunar. Lilja Brynja er löggiltur endurskoðandi frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður hjá KPMG og sem forstöðumaður reikningshalds hjá Icelandic Group og Askar Capital.

Garðar Már er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann var áður yfirmaður tölvudeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, stjórnandi TM Software á Akureyri, yfirmaður hugbúnaðardeildar Íslenskrar erfðagreiningar á Akureyri og framkvæmdastjóri Theriak. Um 40 manns starfa hjá Skýrr á Norðurlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×