Viðskipti innlent

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 7,6%.
Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 7,6%. Mynd úr safni
Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júní 2011 er 109,9 stig sem er hækkun um 2,3% frá fyrri mánuði. Þar af vegur þyngst 6,7% hækkun launa vegna kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands sem undirritaðir voru 5. maí 2011.

Vísitalan gildir í júlí 2011.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 7,6%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×