Viðskipti innlent

OECD mælir með óbreyttu kvótakerfi

Í nýrri skýrslu OECD er lagt til hærra auðlindagjald, frekar en heildar breytingar á kvótakerfinu
Í nýrri skýrslu OECD er lagt til hærra auðlindagjald, frekar en heildar breytingar á kvótakerfinu Mynd úr safni
Efnahags- og framfarastofnunin OECD mælir með að ekki verði hróflað við núverandi kvótakerfi hér á landi, heldur verði auðlindagjaldið hækkað. Það sé vænlegra til að tryggja að fiskveiðikerfið verði áfram arðbært, skilvirkt og sjálfbært, fremur en að stjórnvöld láti undan þrýstingi almennings um grundvallarbreytingar á stjórnun fiskveiða hér við land, breytinganna vegna.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar sem fjallar almennt um landshagi og framtíðarmöguleika hér á landi.

Þar segir að Íslendingum hafi með núverandi kerfi tekist að gera fiskveiðar bæri sjálfbærar, arðbærar og skilvirkar. Hins vegar sé skilvirkni kerfisins ógnað með breytingum sem eiga að þjóna því hlutverki að draga úr ósanngirni upphaflegrar úthlutunar aflaheimilda í augum almennings.

Í skýrslunni segir að jafnvel þótt gjafkvótinn í upphafi hafi veri ósanngjarn, þá sé það búið og gert frá efnahagslegum sjónarhóli, og ekkert sé hægt að gera í því þar sem langflestir eigendur kvóta hafi keypt hann sjálfir. Hins vegar mælir stofnunin með því að auðlindagjaldið verði hækkað. Það geti leitt til aukinnar pólitískrar sáttar um kerfið, og geri mögulegt að lækka aðra skatta á móti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×