Viðskipti innlent

Hækkanir á íbúðaverði hafa mikil áhrif á verðbólguna

Verðþróun íbúðarhúsnæðis setur umtalsvert mark á verðbólguna í landinu en á milli maí og apríl hækkaði íbðaberð um 2,7 prósent og er það mesta hækkun sem mælst hefur frá því fyrir bankahrun. Fjallað er um íbúðaverð í Morgunkorni Íslandsbanka og þar segir að verðhækkunin sé þannig ekki „eins mikil gjöf og hún virðist í fyrstu fyrir íbúðaeigendur sem skulda verðtryggt en þannig eru jú flestir íbúðaeigendur.“

Í Morgunkorninu segir að íbúðverð vegi um 12,4% af vísitölu neysluverðs. „Merkilega lítil fylgni hefur samt verið á milli mælinga Hagstofunnar og Þjóðskrár á verðbreytingum íbúðaverðs á milli mánaða. Ólíkum mæliaðferðum er þar eflaust að hluta til að kenna en Hagstofan hefur t.d. haft makaskiptasamninga með í sínum mælingum en Þjóðskráin ekki. Hefur þetta gert það að verkum að mikil óvissa fylgir því að nýta verðmælingu Þjóðskrár til þess að spá fyrir um hversu mikið íbúðaverðið muni breytast í næstu mælingu vísitölu neysluverðs.“

Þá segir að til lengri tíma litið fylgist mælingar þessara tveggja opinberu stofnanna hins vegar ágætlega vel að. „Húsnæðisverðshækkunin nú bendir því til þess að verðbólgan á næstunni verði að nokkru leiti knúin áfram af hækkun íbúðaverðs.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×