Fleiri fréttir

MeGas metanvæðir á fimmta tug bíla fyrir borgina

Reykjavíkurborg auglýsti á dögunum eftir tilboðum í 49 bifreiðar með tvíeldsneytisvél, sem gengur fyrir metani og bensíni. Ingvar Helgason og Bifreiðar og landbúnaðarvélar áttu lægsta tilboðið með Hyundai i10 bifreiðum, í samstarfi við MeGas ehf. sem sér um að uppfæra bifreiðarnar svo þær gangi fyrir metangasi. Fyrirtækið MeGas hóf starfsemi í október síðastliðnum og sérhæfir sig í sölu, ísetningu og þjónustu á metaneldsneytiskerfum, að því er fram kemur í tilkynningu.

Samþykktar kröfur í Eyrarodda nema 52 milljónum

Heildarfjárhæð krafna í þrotabú Eyrarodda á Flateyri nemur rúmum 275 milljónum króna. Á heimasíðu Bæjarins Besta á Ísafirði er haft eftir skiptastjóra þrotabúsins að 154 kröfulýsingar hafi verið lagðar fram í heild sinni en að samþykktar kröfur nemi rúmum 52 milljónum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í janúar. Á Bæjarins Besta kemur einnig fram að skiptafundur verði haldinn í dag og er hann opinn öllum kröfuhöfum.

Jane Norman lokar - Saints opnar

Verslun Jane Norman sem Hagar rekur í Smáralindinni verður lokað á næstunni en í sama húsnæði munu Hagar opna Saints-verslun.

Arion innleiðir skjalakerfi frá Skýrr

Arion banki hefur undirritað samstarfssamning við Skýrr um umfangsmikla innleiðingu á EMC Documentum-skjalakerfi og gagnageymslu frá alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækinu EMC. Samningurinn felur í sér viðamiklar breytingar og framþróun á skjalavistun og gagnameðhöndlun Arion banka.

Jane Norman tekin til gjaldþrotaskipta

Breska tískuvörukeðjan Jane Norman var í morgun tekin til gjaldþrotaskipta. Níutíu verslunum hefur verið lokað og um 1.600 starfsmönum sagt upp. Jane Norman rak verslanir meðal annars á Englandi, Skotlandi og Danmörku. Auk þess reka Hagar eina verslun á Íslandi, í Smárlindinni. Sú verslun er enn opin. Kaupþing og Baugur keyptu verslunina árið 2005 fyrir ríflega 117 milljónir punda, sem eru 22 milljarðar króna á núvirði. Endurskoðunarfyrirtækið Zolof Cooper reynir nú að selja verslunarkeðjuna en Debenhams hafði áður komið með yfirtökutilboð ðí keðjuna sem var hafnað.

Flugfélag Íslands kaupir tvær vélar

Flugfélag Íslands hefur keypt tvær Dash-8 farþegavélar. Kaupverðið er um einn og hálfur milljarður króna. Vélarnar eru nú í breytingu í Kanada til að auka flugþol þeirra en markmið félagsins með kaupunum er að fjölga áætlunarferðum á milli Íslands og Grænlands.

Walker ræðir við Goldman Sachs um kaupin á Iceland

Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar á nú í viðræðum við nokkra banka um lánveitingu til þess að geta keypt keðjuna af skilanefnd Landsbankans. Þetta kemur fram í blaðinu The Times.

Ársverðbólgan komin í 4,2%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,2% og vísitalan án húsnæðis einnig um 4,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2% sem jafngildir 9,2% verðbólgu á ári (7,9% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Verð á hráolíu heldur áfram að lækka. Í morgun var tunnan af Brentolíu komin niður í 103,5 dollara og hafði lækkað um 1,6 dollara á mörkuðum í Asíu í nótt. Verðið á bandarísku léttolíunni er komið niður í rétt rúma 90 dollara á tunnuna.

Viðskiptasamningar upp á milljarð punda

Wen Jiabao forsætisráðherra Kína er nú í opinberri heimsókn í Bretlandi. Breskir viðskiptamenn vonast til að Jiabao og David Cameron forsætisráðherra Breta muni undirrita viðskiptasamninga upp á um milljarð pund eða um 186 milljarða króna þegar þeir hittast seinna í dag.

Vilja lögfesta aga í ríkisfjármálum

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, leggur til að agi í ríkisfjármálum verði lögfestur hér á landi til að hægt verði að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Hætta sé á að skuldastaðan fari yfir hættumörk ella.

Skeljungur selur samkeppnisaðilum höfuðstöðvar sínar

Olíufélagið Skeljungur hefur selt höfuðstöðvar sínar á Hólmaslóð 8–10 til olíuflutningafyrirtækisins Olíudreifingar, sem er í 60 prósenta eigu N1 og 40 prósenta eigu Olís samkvæmt frétt sem birtist á vefsíðu DV.

Hundrað ungmenni fá vinnu hjá Alcoa á Reyðarfirði

Um eitt hundrað ungmenni eru í sumarvinnu hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði og eru flest þeirra framhaldsskóla eða háskólaskólanemar samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Elína Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsteymi fyrirtækisins segir að um 500 umsóknir hafi borist frá ungu fólki um sumarstörf.

Móðurfélag Olís í gjörgæslu Landsbankans

Landsbankinn mun hugsanlega taka Olís yfir vegna erfiðrar skuldastöðu núverandi eigenda félagsins. Bankinn fer sér þó hægt og segist vera að vinna með eigendunum en Olís hefur ekki birt ársreikninga frá árinu 2007.

Héldu áfram þrátt fyrir kreppu

„Menn kunna að meta það úti að við héldum áfram í hruninu. Þetta hefur ekki verið auðveldur tími,“ segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota-umboðsins á Íslandi. Hann og Kristján Þorbergsson, framkvæmdastjóri hjá Toyota, hafa keypt 60 prósenta hlut í umboðinu af Landsbankanum.

Skattlagning á rafbókum er byggð á misskilningi

Allar bækur, á hvaða formi sem þær eru, jafnt prentaðar sem rafrænar, eiga að bera lægsta mögulega virðisaukaskatt sem völ er á. Þetta segir Fergal Tobin, formaður Samtaka evrópskra bókaútgefenda, hagsmunasamtaka forleggjara innan aðildarríkja Evrópusambandsins og landa sem aðild eiga að Evrópska efnahagssvæðinu, EES.

Hátt í 300 ársverk vegna námsmannaíbúða

Ríkisstjórnin samþykkti í dag fjárheimildir fyrir Íbúðalánasjóð sem tryggja fjármögnun stúdentagarða í Vatnsmýrinni. Um er að ræða 280 námsmannaíbúðir og geta framkvæmdir hafist í haust, en áætlað er að þær skapi um 300 ársverk.

Landsbankinn mun áfram eiga hlut í Toyota

Úlfar Steindórsson, núverandi forstjóri Toyota á Íslandi, og Kristján Þorbergsson, framkvæmdastjóri fjármálsviðs, muni halda um stjórnvölinn hjá Toyota á Íslandi til frambúðar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum. Þetta er gert með samþykki Toyota Motor Europe, TME, sem er dreifingaraðili Toyota í Evrópu og ákveður hver fer með umboð fyrir félagið í hverju landi. Úlfar og Kristján munu eignast 60% hlut í félaginu en Landsbankinn heldur eftir 40% hlut. Landsbankinn mun þó ekki koma að daglegum rekstri félagsins

Íslandsbanki í samstarf við Hof á Akureyri

Íslandsbanki hefur gert þriggja ára samstarfssamning við Menningarhúsið Hof á Akureyri. Menningarhúsið hefur verið starfrækt í tæpt ár og hafa vel á annað hundrað þúsund manns heimsótt það á þeim tíma.

Draghi ráðinn seðlabankastjóri ECB

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ákveðið að Mario Draghi verði næsti seðlabankastjóri evrópska seðlabankans (ECB). Þetta var ákveðið á fundi leiðtoganna sem nú stendur yfir í Brussel.

Hrein eign heimilanna losar 3.700 milljarða

Hrein eign heimilanna í landinu losar 240% af landsframleiðslu eða 3.700 milljarða kr. Er þetta umtalsverð eign sem stendur þrátt fyrir hrun bankakerfisins og þá kreppu sem íslensk samfélag hefur tekist á við á undanförnum árum með tilheyrandi lækkun á verði eigna og hækkun á verðtryggðum og gengisbundnum lánum.

Fjárhagsmálefni OR rannsökuð

Borgarráð hefur skipað úttektarnefnd sem fara mun yfir málefni Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Rannsaka á þá þætti sem leiddu til núverandi fjárhagsstöðu fyrirtækisins.

Óheimilt að beita vörslusviptingu

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag að Íslandsbanka væri óheimilt að beita vörslusviptingu ef skuldari hefur leitað nauðasamnings. Lögmaður skuldara segir ljóst að kanna þurfi réttarstöðu þeirra sem sætt hafa vörslusviptingu.

Actavis hafði sigur í hæstarétti Bandaríkjanna

Actavis, ásamt tveimur öðrum alþjóðlegum samheitalyfjafyrirtækjum, hafði sigur í máli fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. Rétturinn dæmdi þessum fyrirtækjum í vil í dómsmáli um hvort hægt væri að lögsækja þau fyrir héraðsdómstólum í Bandaríkjunum fyrir ófullnægjandi upplýsingar um hliðarverkanir lyfja þeirra.

Kaupþing með hlut í stærstu veitingahúsakeðju Bretlands

Skilanefnd Kaupþings verður meðeigandi að stærstu veitingahúskeðju Bretlands. Hún komst á laggirnar eftir að eigendur Town & City Pub Company Limited (Town & City) sem rekur meðal annars veitingahúsakeðjurnar Yates og Slug and Lettuce samþykkti samruna Town & City við Stonegate Pub Company Limited (Stonegate).

Starfsemi Kraums tryggð fram til ársins 2013

Kraumur tónlistarsjóður, sem stofnaður var af Auroru velgerðarsjóði í byrjun árs 2008 sem tilraunaverkefni til þriggja ára, hefur tryggt áframhaldandi starfsemi sína til ársloka 2013. Það er því ljóst að íslenskt tónlistarlíf mun áfram njóta stuðnings frá sjóðnum, en á síðustu 3 árum hefur hann stutt við verkefni yfir 90 listamanna og hljómsveita.

Olíuverð í frjálsu falli eftir samræmda aðgerð IEA

Heimsmarkaðsverð á olíu er í frjálsu falli þessa stundina og hefur verðið á Brent olíunni lækkað um 6,5 dollara í dag. Stendur verðið nú í 107,80 dollurum á tunnuna. Það er samræmd aðgerð á vegum Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar (IEA) sem valdið hefur þessum lækkunum.

Aflandsgengið leitar jafnvægis við skráða gengið

Aflandsgengi krónunnar stendur nú í 210 krónum fyrir evruna, miðað við kaup, og svo virðist sem það sé að leita að jafnvægi við skráð gengi krónunnar innanlands. Frá því í lok febrúar s.l. hefur aflandsgengið styrkst um 29% en á móti hefur innanlandsgengið veikst um 3,6% á sama tímabili.

Milljarða kröfur á hendur stjórnar Eik Banki og Deloitte

Stjórn hins færeyska Eik Banki og Deloitte endurskoðendur bankans horfa nú fram á a.m.k. eins milljarðs danskra kr. eða 22 milljarða kr. skaðabótakröfur í dómsmáli sem bankasýsla Danmerkur (Finansiel stabilitet) ætlar að höfða gegn þeim.

Öldrykkja Dana minnkar um 26% á áratug

Öldrykkja Dana hefur minnkað um 26% eða rúman fjórðung á síðustu tíu árum. Þetta kemur fram í nýjum tölum um áfengisneyslu Dana frá dönsku hagstofunni.

OECD og LÍÚ með svipaða sýn á íslenskan sjávarútveg

„OECD hefur í megindráttum svipaða sýn á íslenskan sjávarútveg og LÍÚ. Ég vona bara að ríkisstjórnin kynni sér skýrslu stofnunarinnar vel og taki mark á henni. Ég legg til að nú verið farið í það að skrifa nýtt kvótafrumvarp með aðkomu allra hagsmunaaðila," segir Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ.

Stjórnendur draga óvænt úr verðbólguvæntingum

Stjórnendur á meðal stærstu fyrirtækja landsins vænta þess nú að vísitala neysluverðs muni hækka um 3,9% yfir næstu 12 mánuði. Þetta má sjá í niðurstöðum könnunar Capacent Gallup sem Samtök atvinnulífisins birti í gær. Hefur því dregið aðeins úr verðbólguvæntingum stjórnenda frá því að síðasta könnun var gerð, sem var í mars síðastliðnum, en þá bjuggust þeir við að árstaktur verðbólgu yrði 4,2%.

Ástarbréf Seðlabankans voru þyngsta höggið í hruninu

Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkuð ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu. Segir stofnunin að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun sem var þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka. Var þar verið að veðja á að bankarnir kæmust í gegnum storminn.

Aflaverðmætið eykst um milljarð milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 37,4 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2011 samanborið við 36,4 milljarða kr. á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 1 milljarð kr. eða 2,8% á milli ára.

Kaupmáttur launa eykst

Vísitala kaupmáttar launa í maí 2011 er 105,9 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,9%.

Hafnaði rökum Seðlabankans

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti í gær ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að beita Seðlabankann dagsektum vegna vanrækslu á afhendingu gagna og upplýsinga um útlán banka.

Sjá næstu 50 fréttir