
Nýr og betri rjúpusnafs
Það er hefð hjá nokkrum rjúpnaskyttum að gera snafs úr rjúpunni eða öllu heldur úr þeim jurtum sem má finna í sarp og fóarni.
Allt um veiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.
Það er hefð hjá nokkrum rjúpnaskyttum að gera snafs úr rjúpunni eða öllu heldur úr þeim jurtum sem má finna í sarp og fóarni.
Leirvogsá er komin aftur til Stangaveiðifélags Reykjavíkur en gengið var frá undirritun samnings þess efnis nú á dögunum.
Stjórn SVFR hefur tekið þá ákvörðun um að frá og með næsta sumri verði aðeins veitt á flugu og skylduslepping verði sett á allan lax sem veiðist.
Nú er komið að fyrsta opna húsi vetrarins hjá SVFR sem er í samstarfi við Flugubúlluna en þessi kvöld hafa verið hluti af vetrarstarfi SVFR í áratugi.
Skotveiði og skotfimi hefur í síðustu tíð dregið að sér sífellt fleiri konur og er það mikið ánægjuefni því hvort tveggja er bæði skemmtilegt að stunda.
Í dag er síðasti dagurinn í löngu helgunum á þessu rjúpnaveiðitímabili en síðustu dagarnir eru á föstudaginn og á laugardaginn næsta.
Við sendum myndbrotið á Eric Clapton og báðum um leyfi fyrir að nota lagið. Hann skoðaði þetta og svaraði um hæl: "I love it“ og veitti þar með sitt leyfi, segir Eggert Skúlason sem undirbýr nú nýja seríu af Sporðaköstum fyrir Stöð 2.
Lögreglumenn á Norðurlandi vestra stöðvuðu för tveggja veiðimanna um síðustu helgi í umdæminu. Umræddir veiðimenn, sem voru þó ekki saman við veiðar, voru ekki með gild veiðikort svo lagt var hald á afla þeirra og skotvopn.
Efri Haukadalsá er kannski ekki vel þekkt en hún er engu að síður þrælskemmtileg á þótt hún láti lítið fyrir sér fara.
Þegar það er ekki hægt að veiða neitt á stöng stytta veiðimenn sér stundir við að lesa um veiði og fanga því vel þegar nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu kemur út.
Rjúpnaveiðitímabilið er rétt hálfnað og nú þegar hafa margir náð því sem þeir þurfa í jólamatinn og leggja byssunum yfir veturinn.
Bretaprins verndari staðarins sem neitaði að hleypa Kristínu Edwald inn.
Nú fyrir stuttu kom út bókin "Af flugum, löxum og mönnum" hjá bókaútgáfunni Drápu en bókin er skrifuð af Sigurði Héðni sem flestir veiðimenn þekkja.
Kristín Edwald, lögmaður og veiðikona, segist aldrei þessu vant hafa orðið kjaftstopp þegar henni var tjáð í stangveiðiklúbbi í London í dag að konur væru ekki leyfðar á veitingastaðnum.
Veiðifélagið Hreggnasi ehf er nýr leigutaki stangaveiðiréttar fyrir landi Hvítárvalla í Borgarfiði næstu árin.
Í dag hefur Veiðivísir fengið nokkrar ábendingar um að brotið sé á lögum Lög nr. 64 19. maí 1994 um verndun, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
Þá er fyrsta helgin á rjúpnaveiðitímabilinu að baki en eftir breytingar á veiðidögum er líka veitt í dag og á morgun og alla mánudaga og þriðjudaga í nóvember.
Þó að stangveiðitímabilið sé búið eru veiðimenn ekkert á því að leggja áhugamálið til hliðar heldur gefa sér veturinn til að hnýta fyrir næsta sumar.
Rjúpnaskyttur landsins eiga örugglega erfitt með svefn þessana dagana enda hefst veiðitímabilið næsta föstudag.
Þá er stangveiðitímabilinu formlega lokið og lokatölur úr öllum ánum liggja fyrir en það verður víst seint sagt um þetta sumar að það verði eftirminnilegt fyrir heildarveiði.