Viðskipti innlent

Landsbankinn mun áfram eiga hlut í Toyota

Úlfar og Kristján munu eignast 60% hlut í Toyota á Íslandi en Landsbankinn heldur eftir 40% hlut. Félagið hefur umboð fyrir Toyota og Lexus bíla hér á landi.
Úlfar og Kristján munu eignast 60% hlut í Toyota á Íslandi en Landsbankinn heldur eftir 40% hlut. Félagið hefur umboð fyrir Toyota og Lexus bíla hér á landi. Mynd/Valli
Úlfar Steindórsson, núverandi forstjóri Toyota á Íslandi, og Kristján Þorbergsson, framkvæmdastjóri fjármálsviðs, muni halda um stjórnvölinn hjá Toyota á Íslandi til frambúðar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum. Þetta er gert með samþykki Toyota Motor Europe, TME, sem er dreifingaraðili Toyota í Evrópu og ákveður hver fer með umboð fyrir félagið í hverju landi. Úlfar og Kristján munu eignast 60% hlut í félaginu en Landsbankinn heldur eftir 40% hlut. Landsbankinn mun þó ekki koma að daglegum rekstri félagsins

„Samþykki TME byggir fyrst og fremst á góðri samvinnu við Úlfar Steindórsson og Kristján Þorbergsson og því að þeir munu áfram stýra rekstri og stefnu félagsins. Þetta samkomulag er hluti af viðamiklu skuldauppgjöri Toyota á Íslandi við Landsbankann og með því tekst að hámarka endurheimtur þeirra lána sem hvílt hafa á rekstri félagsins. Um leið næst að tryggja stöðu Toyota á Íslandi  og eyða óvissu um starfsemina,“ segir í tilkynningunni.

Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×