Viðskipti innlent

Sex flugferðum aflýst náist ekki samningar fyrir miðnætti

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Icelandair. Myndin er úr safni.
Icelandair. Myndin er úr safni.
Kjaradeila atvinnuflugmanna hjá Icelandair er enn óleyst. Félagið mun þurfa að aflýsa sex flugferðum til viðbótar aðfararnótt mánudags hafi ekki samist fyrir miðnætti í kvöld.

Fundi flugmanna og forsvarsmanna Icelandair lauk í húsnæði ríkissáttasemjara um hálf ellefu í gærkvöldi án árangurs. Samningsaðilar hittust aftur klukkan ellefu í morgun og verður fundað áfram í dag.

Yfirvinnubann flugmanna hjá Icelandair hófst í gær og hefur félagið nú þegar ákveðið að aflýsa sex flugferðum á morgun. Þá mun það þurfa að aflýsa sex flugferðum til viðbótar á mánudag verði ekki búið að semja fyrir þann tíma.

Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í morgun að félagið muni tilkynna um breytingar á flugáætlun með 24 tíma fyrirvara.

Ekki hafi verið tekin ákvörðun um frekari breytingar vegna yfirvinnubannsins. Þá segir Guðjón bannið vera mikil vonbrigði fyrir félagið en ekki hafi verið reiknað út tekjutap vegna þess.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×