Kjaraviðræður 2022-23

Kjaraviðræður 2022-23

Fréttir af kjaraviðræðum á almennum og opinberum vinnumarkaði veturinn 2022-23.

Fréttamynd

Langvarandi verðbólga eykur líkur á kreppu

Þrálát verðbólga eykur hættu á kreppu að sögn seðlabankastjóra. Mikill hiti sé í hagkerfinu og nauðsynlegt að hægja meðal annars á fjárfestingum fyrirtækja. Vextir verði hækkaðir þar til verðbólga minnki.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér

Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Seðla­bankinn slátri á­vinningi kjara­samninga

Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim.

Innlent
Fréttamynd

Segir tímalengd samningsins hafa setið í sjómönnum

Formaður sjómannafélags Íslands segir það alls ekki hafa komið á óvart að kjarasamningur sjómanna við Samband félaga í sjávarútvegi hafi verið felldir með afgerandi hætti. Tveir af hverjum þremur sjómönnum greiddu atkvæði gegn samningnum

Innlent
Fréttamynd

Ragnar Þór Ingólfsson er baráttumaður og hann er okkar maður

Frá árinu 2017 hefur Ragnar Þór Ingólfsson verið formaður VR. Öll árin hefur gustað hressilega um Ragnar Þór í jákvæðri merkingu þess orðs en maðurinn er einfaldlega margra manna maki þegar kemur að því að vinna að baráttumálum félagsfólks og samfélagsins okkar. VR undir hans forystu hefur beitt sér fyrir fjölbreyttri fræðslu til félagsmanna, stutt við ýmis hagsmunasamtök og staðið reglulega fyrir ýmsum átaksverkefnum um fjölbreytt hagsmunamál á liðnum árum.

Skoðun
Fréttamynd

Við­horfið yrði annað ef at­vinnu­rek­enda­fé­lag myndi neita að tala við stéttar­fé­lag

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi bar­átta er auð­vitað bara rétt að hefjast“

Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ágæt en fyrir­sjáan­leg niður­staða

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. 

Innlent
Fréttamynd

Miðlunar­til­lagan sam­þykkt

Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent.

Innlent
Fréttamynd

At­kvæða­greiðslu um miðlunar­til­lögu að ljúka

Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu Ástráðs Haraldssonar, setts ríkissáttasemjara, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lýkur klukkan 10 í dag. Reikna má með að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði kynnt fljótlega eftir að atkvæðagreiðslu lýkur.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.