Segir arðgreiðslur ÁTVR hafa lækkað um 400 milljónir vegna netsölu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. maí 2024 07:45 Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, segir að á síðasta ári hafi mátt sjá áþreifanlegar breytingar í rekstrarumhverfi ÁTVR. ÁTVR/Vísir/Vilhelm Blikur eru á lofti í rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Þetta segir Ívar J. Arndal forstjóri í nýútkominni ársskýrslu. Hann segir að á síðasta ári hafi mátt sjá áþreifanlegar breytingar í rekstrarumhverfinu og að þar vegi þyngst ólögleg netsala áfengis og mikill samdráttur í tóbakssölu. Þá bendir hann á að hlutfall ÁTVR af greiddum áfengisgjöldum hafi lækkað úr tæpum 78 prósentum niður í 68 prósent á árinu og segir Ívar rökrétt að álykta að þetta sé vegna netsölu áfengis. Afleiðingarnar séu þær að arðgreiðsla ÁTVR í ríkissjóð lækkar um 400 milljónir króna. Ívar segir að netverslanir hafi sprottið upp hér á landi og að með einföldum hætti megi finna á þriðja tug verslana sem selji og afhendi áfengi ólöglega beint af innlendum lager til neytenda. „Hefur ÁTVR fengið upplýsingar um að m.a. ungmenni undir lögaldri, nýkomin með bílpróf, keyri áfengið út til jafnaldra sinna sem segja að það hafi aldrei verið auðveldara en nú að nálgast áfengi. Þá eru áfengisverslanir eða "afhendingarstaðir" áfengis farnir að spretta upp víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ívar. Forstjórinn fullyrðir ennfremur að verði ekkert gert í þeim málum verði að skera niður þjónustu ÁTVR á næstu árum svo ekki komi til hallareksturs. Ívar gagnrýnir lögregluna einnig í pistli sínum og segir að fjögur ár séu nú liðin síðan stofnunin kærði netsölu áfengis til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Enn hafa engin svör borist frá lögreglunni og segist hann ekki trúa öðru en að von sé á niðurstöðu á næstu vikum, annað sé óásættanlegt. En það er ekki bara áfengissalan sem dregst saman, vinsældir nikótínpúða, sem ekki bera tóbaksgjald hafa verið slíkar að þeir hafa tekið yfir markaðinn og ef svo fer fram sem horfir muni framleiðslu á íslenska neftóbakinu verða hætt, segir Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR. Hér má lesa pistil forstjórans í heild sinni. Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Þetta segir Ívar J. Arndal forstjóri í nýútkominni ársskýrslu. Hann segir að á síðasta ári hafi mátt sjá áþreifanlegar breytingar í rekstrarumhverfinu og að þar vegi þyngst ólögleg netsala áfengis og mikill samdráttur í tóbakssölu. Þá bendir hann á að hlutfall ÁTVR af greiddum áfengisgjöldum hafi lækkað úr tæpum 78 prósentum niður í 68 prósent á árinu og segir Ívar rökrétt að álykta að þetta sé vegna netsölu áfengis. Afleiðingarnar séu þær að arðgreiðsla ÁTVR í ríkissjóð lækkar um 400 milljónir króna. Ívar segir að netverslanir hafi sprottið upp hér á landi og að með einföldum hætti megi finna á þriðja tug verslana sem selji og afhendi áfengi ólöglega beint af innlendum lager til neytenda. „Hefur ÁTVR fengið upplýsingar um að m.a. ungmenni undir lögaldri, nýkomin með bílpróf, keyri áfengið út til jafnaldra sinna sem segja að það hafi aldrei verið auðveldara en nú að nálgast áfengi. Þá eru áfengisverslanir eða "afhendingarstaðir" áfengis farnir að spretta upp víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ívar. Forstjórinn fullyrðir ennfremur að verði ekkert gert í þeim málum verði að skera niður þjónustu ÁTVR á næstu árum svo ekki komi til hallareksturs. Ívar gagnrýnir lögregluna einnig í pistli sínum og segir að fjögur ár séu nú liðin síðan stofnunin kærði netsölu áfengis til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Enn hafa engin svör borist frá lögreglunni og segist hann ekki trúa öðru en að von sé á niðurstöðu á næstu vikum, annað sé óásættanlegt. En það er ekki bara áfengissalan sem dregst saman, vinsældir nikótínpúða, sem ekki bera tóbaksgjald hafa verið slíkar að þeir hafa tekið yfir markaðinn og ef svo fer fram sem horfir muni framleiðslu á íslenska neftóbakinu verða hætt, segir Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR. Hér má lesa pistil forstjórans í heild sinni.
Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira