Viðskipti innlent

Flugfélag Íslands kaupir tvær vélar

Flugfélag Íslands hefur keypt tvær Dash-8 farþegavélar. Kaupverðið er um einn og hálfur milljarður króna. Vélarnar eru nú í breytingu í Kanada til að auka flugþol þeirra en markmið félagsins með kaupunum er að fjölga áætlunarferðum á milli Íslands og Grænlands.

Félagið selur eldri Dash vél sína til að fjármagna kaupin á annarri vélinni, en hin er greidd með tryggingabótum sem fengust fyrir vél félagsins sem eyðilagðist í lendingu á Grænlandi í vetur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×