Viðskipti innlent

Samþykktar kröfur í Eyrarodda nema 52 milljónum

Heildarfjárhæð krafna í þrotabú Eyrarodda á Flateyri nemur rúmum 275 milljónum króna. Á heimasíðu Bæjarins Besta á Ísafirði er haft eftir skiptastjóra þrotabúsins að 154 kröfulýsingar hafi verið lagðar fram í heild sinni en að samþykktar kröfur nemi rúmum 52 milljónum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í janúar. Á Bæjarins Besta kemur einnig fram að skiptafundur verði haldinn í dag og er hann opinn öllum kröfuhöfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×