Viðskipti innlent

Jane Norman lokar - Saints opnar

Erla Hlynsdóttir skrifar
Saints opnar í Smáralindinni strax eftir útsölur. Þangað til verður Jane Norman opin. Myndin er úr safni.
Saints opnar í Smáralindinni strax eftir útsölur. Þangað til verður Jane Norman opin. Myndin er úr safni.
Verslun Jane Norman sem Hagar rekur í Smáralindinni verður lokað á næstunni en í sama húsnæði munu Hagar opna Saints-verslun.

Saints er tískuvörukeðja líkt og Jane Norman, og er þegar Saints-verslun í Kringlunni þar sem seldur er tískufatnaður frá London og París.

Saints opnar í Smáralindinni strax eftir útsölur. Þangað til verður Jane Norman opin.

Eins og greint var frá í morgun var verslanakeðja Jane Norman tekin til gjaldþrotaskipta í Bretlandi í morgun. Níutíu verslunum hefur verið lokað og um 1600 starfsmönnum sagt upp víða um lönd. Íslenskir starfsmenn þurfa þó ekki að hafa áhyggjur þar sem talsmaður Haga sagði að búist væri við afar góðu gengi nýju Saints verslunarinnar. Þannig mætti frekar búast við nýju starfsfólki en uppsögnum.

Debenhams hafði áður komið með yfirtökutilboð í keðjuna sem var hafnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×