Viðskipti erlent

Hætta á nýrri bylgju bankagjaldþrota í Danmörku

Gjaldþrot danska smábankans Fjordbank Mors fyrir helgina gæti þýtt það að ný bylgja af bankagjaldþrotum sé í uppsiglingu í Danmörku.

Fjallað er um málið í viðskiptablaðinu Börsen í dag. Þar er haft eftir Johannes Raaballe lektor í hagfræði við háskólann í Árósum að ef skoðuð eru ársuppgjör dönsku bankanna fyrir síðustu þrjú ár komi í ljós að nokkrir þeirra eru í verulegum vandræðum.

Raaballe segir að 4 til 5 bankar séu á því sem hann kallar rautt svæði og að álíka fjöldi sé að komast á þetta svæði. Raaballe segir að ástæðan fyrir þessu sé einkum sú að björgunaraðgerðir danskra stjórnvalda til handa bankakerfinu í fjármálakreppunni. Þær hafi gert það að verkum að mörgum bönkum hafi verið haldið á lífi í öndunarvél í stað þess að láta þá fara strax í þrot eins og skynsamlegt hafi verið.

Raaballe segir að annað hvort þurfi þessir bankar að sameinast heilbrigðari bönkum eða loka dyrum sínum í hvínandi hvelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×