Viðskipti innlent

MeGas metanvæðir á fimmta tug bíla fyrir borgina

Mynd/Metangas.is
Mynd/Metangas.is
Reykjavíkurborg auglýsti á dögunum eftir tilboðum í 49 bifreiðar með tvíeldsneytisvél, sem gengur fyrir metani og bensíni. Ingvar Helgason og Bifreiðar og landbúnaðarvélar áttu lægsta tilboðið með Hyundai i10 bifreiðum, í samstarfi við MeGas ehf. sem sér um að uppfæra bifreiðarnar svo þær gangi fyrir metangasi. Fyrirtækið MeGas hóf starfsemi í október síðastliðnum og sérhæfir sig í sölu, ísetningu og þjónustu á metaneldsneytiskerfum, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Bifreiðakaupin eru stórt skref í átt að markmiðum borgarinnar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og bæta loftgæði borgarinnar. Auk þess er rekstrarkostnaður slíkra bíla mun lægri en sambærilegra bensínbíla, þar eð metangasið kostar nú nær helmingi minna en bensín,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×