Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Verð á hráolíu heldur áfram að lækka. Í morgun var tunnan af Brentolíu komin niður í 103,5 dollara og hafði lækkað um 1,6 dollara á mörkuðum í Asíu í nótt. Verðið á bandarísku léttolíunni er komið niður í rétt rúma 90 dollara á tunnuna.

Hefur heimsmarkaðsverð á olíu ekki verið lægra í fimm mánuði. Ástæðan fyrir þessum lækkunum er ákvörðun Alþjóða orkumálastofnunarinnar í síðustu viku að setja 60 milljónir tunna af neyðarbirgðum sínum á almennan markað.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×