Viðskipti innlent

Skeljungur selur samkeppnisaðilum höfuðstöðvar sínar

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Olíufélagið Skeljungur hefur selt höfuðstöðvar sínar á Hólmaslóð 8–10 til olíuflutningafyrirtækisins Olíudreifingar, sem er í 60 prósenta eigu N1 og 40 prósenta eigu Olís samkvæmt frétt sem birtist á vefsíðu DV.

Olíudreifing er fyrirtæki sem sérhæfir sig í flutningi á eldsneyti og félagið einnig með starfsstöð á Hólmaslóð. Sala fyrirtæksins á húsnæðinu kemur fram í tölvupósti frá forstjóra Skeljungs, Einari Erni Ólafssyni, til starfsmanna olíufélagsins en DV segist hafa póstinn undir höndum.

Skeljungur er eitt af þremur stórum olíufélögum landsins, ásamt N1 og Olís. Um 250 starfsmenn störfuðu hjá olíufélaginu í árslok 2009. Í svari við fyrirspurn DV segir Einar Örn að fyrirtækið ætli sér að flytja í mun minna húsnæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×