Fleiri fréttir

Skuldatryggingaálag Íslands snarlækkar

Skuldatryggingaálag Íslands hefur snarlækkað í dag og stendur í 244 punktum. Fyrstu tvo daga vikunnar var það hinsvegar 304 punktar samkvæmt mælingu á vefsíðunni keldan.is.

Ný fjármálamiðstöð Íslandsbanka opnar í dag

Í dag opnar Íslandsbanki nýtt útibú að Suðurlandsbraut 14 í Reykjavík. Í nýja útibúinu sameinast útibú bankans á Háaleitisbraut og Suðurlandsbraut 30, auk þess sem Íslandsbanki Fjármögnun mun flytja starfsemi sína í húsnæðið þann 11. júlí næstkomandi. Verður því um að ræða miðstöð fjármálaþjónustu Íslandsbanka þar sem verður saman kominn hópur reynslumikilla starfsmanna.

Jarðvarmaklasanum sett tíu aðalmarkmið

Stofnað hefur verið til formlegs samstarfs meðal fyrirtækja innan íslenska jarðvarmaklasans um framþróun og vöxt hans á næstu árum. Frá þessu var gengið formlega á fundi í Arion banka í gær en þar var einnig kynnt skýrslan Virðisauki í jarðvarma sem fjallar um klasann og þá möguleika sem í honum felast.

Laxeldi á að skapa 50 störf

Fyrirtækið Arnarlax vinnur nú að því að fá starfs- og rekstrarleyfi fyrir eldi á þrjú þúsund tonnum af laxi í Arnarfirði. Áform eru uppi um að fullvinna afurðina á Bíldudal og myndi vinnslan skapa störf fyrir fimmtíu manns, að sögn Víkings Gunnarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Ásókn í störf hjá álverunum

Alcoa og Norðurál, sem starfrækja álverin á Reyðarfirði og á Grundartanga, þurftu að hafna mörg hundruð manns sem sóttu um sumarvinnu í álverunum í sumar. Fimm sóttu um hvert starf sem Fjarðaál auglýsti. Norðurál takmarkaði auglýsingar um störf við Vesturland vegna aðsóknar undanfarinna ára.

Framtíðarsýn byggir á nýjum virkjunum

„Framtíðarsýnin byggir á því að nýjar virkjanir verði byggðar. Ef ekkert verður byggt þá verður sagan önnur. En það verður ekkert slæm saga,“ segir Ásgeir Jónsson, sérfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA og einn höfunda skýrslu um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035.

Seðlabankinn kaupir evrur

Seðlabanki Íslands keypti í gær 61,74 milljónir evra, sem jafngilda 12,97 milljörðum króna, í seinna skrefi fyrsta gjaldeyrisútboðs bankans. Útboðið er liður í losun gjaldeyrishafta en í fyrra skrefinu gaf Seðlabankinn eigendum aflandskróna færi á að losna við þær. Þá keypti bankinn 13,37 milljarða króna.

Seðlabankinn kaupir 61,7 milljónir evra

Seðlabanki Íslands keypti 61,7 milljónir evra í gjaldeyrisútboði sem fór fram fyrir hádegi í dag og greiðir bankinn fjárfestum 210 krónur fyrir hverja evru, að því er fram kemur í tilkynningu.

SFR semur við Fríhöfnina

Samninganefndir SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu og Fríhafnarinnar skrifuðu undir kjarasamning í dag. Í tilkynningu frá SFR segir að samningurinn sé á svipuðum nótum varðandi innihald og áherslur og þeir samningar sem SFR hefur verið að gera undanfarið.

Samstarfsvettvangur jarðvarmaklasans stofnaður

Arion banki í samstarfi við Gekon hélt fjölsóttan fund í morgun í höfuðstöðvum bankans. Dr. Michael Porter, prófessor við Harvard Business School og einn helsti fræðimaður heims á sviði stefnumótunar og samkeppnishæfni þjóða, var heiðursgestur fundarins og ávarpaði gesti.

Ráðuneytið varar við lögbrotum vegna vörslusviptingar

Innanríkisráðuneytið varar við lögbrotum vegna vörslusviptingar. Í tilkynningu sem birt er á vef ráðuneytisins segir að telji einhver sig eiga skýlausan rétt á að fá umráð eignar sem er í vörslu annars þarf hinn fyrrnefndi almennt að leita til opinbers aðila til að fá þessa heimild sína staðfesta. Slík er unnt að gera með skjótum hætti á grundvelli laga um aðför. Samkvæmt 78. gr. aðfararlaga er þeim sem telur sér með ólögmætum hætti aftrað að neyta réttinda sem hann telur sig eiga, gerðarbeiðandi, og getur fært sönnur á rétt sinn með skriflegum sönnunargögnum heimilt að beina til héraðsdómara beiðni um að hlutur sé tekinn úr vörslu þess sem hlutinn hefur, gerðarþola, og afhentur þeim er réttinn á. Samtök lánþega hafa bent stjórnvöldum á að fjármögnunarleigufyrirtæki svipti umráðamenn bifreiða vörslu þeirra og segir fyrirtækin byggja slíka vörslusviptingu á samningum sem dæmdir hafi verið ólögmætir. Um sé að ræða lánasamninga en ekki leigusamninga, fjármögnunarleigufyrirtækin séu þannig ekki eigendur tækjanna og þeim sé því með öllu óheimilt að ganga inn á heimili lánþega og umráðamanna bifreiðanna og taka þær úr vörslu þeirra síðarnefndu án þess að fyrir því sé skýr aðfararheimild, samanber 78. grein laga um aðför nr. 90/1989. Nauðsynlegt sé að stjórnvöld grípi þegar inn í og stöðvi vörslusviptingar á eignum fólks sem og starfshætti þá sem þessi fjármögnunarleigufyrirtæki beita.

Nær 1.000 milljarðar í orkufjárfestingar til ársins 2020

"Þegar þetta allt er tekið saman verða fjárfestingar vegna orkumannvirkja og samhliða uppbyggingu í iðnaði um 8 milljarðar dollara eða 917 milljarðar kr. til ársins 2020 og næðu hámarki á bilinu 2015-2019 í um einn milljarð dollara á ári eða 115 milljarða kr.“

Skötuselsfé fer í atvinnusköpun

Styrkjum hefur verið úthlutað úr verkefninu Atvinnusköpun í Sjávarbyggðum, sem byggir á tekjum af sölu aflaheimilda í skötusel. Mikill áhugi var á verkefninu en alls bárust 123 umsóknir víðs vegar að af landinu.

Katla of íslensk fyrir olíulind en ekki Krafla

Norska olíufélagið Statoil hefur hætt við að nota heitið Katla um olíulind í Noregshafi, vegna tilmæla frá norsku málnefndinni, sem þótti óæskilegt að nota nafn sem tengdist Íslandi. Statoil virðist hins vegar ekki alveg afhuga því að nota íslensk nöfn því nú hefur önnur olíulind skammt frá fengið heitið Krafla.

Jan Mayen gæti orðið þjónustumiðstöð fyrir olíuleit

Aukin áhersla á rannsóknir og olíuleit á nýjum svæðum, eins og í Barentshafi og umhverfis Jan Mayen, er meðal þess sem ríkisstjórn Noregs boðar í nýrri skýrslu til Stórþingsins um olíuiðnaðinn. Helsta markmiðið er að tryggja arðbæra olíu- og gasvinnslu til langrar framtíðar til að stuðla að auknum lífsgæðum í Noregi.

EFTA dómstólinn dæmir gegn Íslandi

Í dómi sem kveðinn var upp í dag komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um störf erlendra starfsmanna sem vinna tímabundið á vegum erlendra fyrirtækja á Íslandi.

Líklegt að gengi krónunnar haldi áfram að veikjast

Líklegt er að gengisþróun krónunnar verði fremur til veikingar en styrkingar á næstunni. Því til rökstuðnings má benda á að gengi krónunnar í nýlegu útboði Seðlabanka Íslands var verulega lægra en opinbert gengi bankans.

Kostnaðarverðbólga gengur yfir

Kostnaðarverðbólga gengur nú yfir þar sem áhrif vegna launahækkana, hækkandi hrávöruverðs og veikingar krónunnar koma fram á sama tíma.

Stuðningur heldur niðri kostnaði við landslið

„Stuðningur Samskipa er afar mikilvægur og hefur þau áhrif að auðveldara er að halda niðri kostnaði við mótshald og útgerð landsliða, sem ella myndi lenda á hestamönnum og mótsgestum að greiða í formi hærri aðgangseyris og þátttökugjalda.“

Tólf mánaða verðbólga 4,2%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í júní samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Tólf mánaða verðbólga er þar með 4,2 prósent og hefur ekki mælst hærri síðan í ágúst á síðasta ári.

MeGas metanvæðir á fimmta tug bíla fyrir borgina

Reykjavíkurborg auglýsti á dögunum eftir tilboðum í 49 bifreiðar með tvíeldsneytisvél, sem gengur fyrir metani og bensíni. Ingvar Helgason og Bifreiðar og landbúnaðarvélar áttu lægsta tilboðið með Hyundai i10 bifreiðum, í samstarfi við MeGas ehf. sem sér um að uppfæra bifreiðarnar svo þær gangi fyrir metangasi. Fyrirtækið MeGas hóf starfsemi í október síðastliðnum og sérhæfir sig í sölu, ísetningu og þjónustu á metaneldsneytiskerfum, að því er fram kemur í tilkynningu.

Samþykktar kröfur í Eyrarodda nema 52 milljónum

Heildarfjárhæð krafna í þrotabú Eyrarodda á Flateyri nemur rúmum 275 milljónum króna. Á heimasíðu Bæjarins Besta á Ísafirði er haft eftir skiptastjóra þrotabúsins að 154 kröfulýsingar hafi verið lagðar fram í heild sinni en að samþykktar kröfur nemi rúmum 52 milljónum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í janúar. Á Bæjarins Besta kemur einnig fram að skiptafundur verði haldinn í dag og er hann opinn öllum kröfuhöfum.

Jane Norman lokar - Saints opnar

Verslun Jane Norman sem Hagar rekur í Smáralindinni verður lokað á næstunni en í sama húsnæði munu Hagar opna Saints-verslun.

Arion innleiðir skjalakerfi frá Skýrr

Arion banki hefur undirritað samstarfssamning við Skýrr um umfangsmikla innleiðingu á EMC Documentum-skjalakerfi og gagnageymslu frá alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækinu EMC. Samningurinn felur í sér viðamiklar breytingar og framþróun á skjalavistun og gagnameðhöndlun Arion banka.

Jane Norman tekin til gjaldþrotaskipta

Breska tískuvörukeðjan Jane Norman var í morgun tekin til gjaldþrotaskipta. Níutíu verslunum hefur verið lokað og um 1.600 starfsmönum sagt upp. Jane Norman rak verslanir meðal annars á Englandi, Skotlandi og Danmörku. Auk þess reka Hagar eina verslun á Íslandi, í Smárlindinni. Sú verslun er enn opin. Kaupþing og Baugur keyptu verslunina árið 2005 fyrir ríflega 117 milljónir punda, sem eru 22 milljarðar króna á núvirði. Endurskoðunarfyrirtækið Zolof Cooper reynir nú að selja verslunarkeðjuna en Debenhams hafði áður komið með yfirtökutilboð ðí keðjuna sem var hafnað.

Flugfélag Íslands kaupir tvær vélar

Flugfélag Íslands hefur keypt tvær Dash-8 farþegavélar. Kaupverðið er um einn og hálfur milljarður króna. Vélarnar eru nú í breytingu í Kanada til að auka flugþol þeirra en markmið félagsins með kaupunum er að fjölga áætlunarferðum á milli Íslands og Grænlands.

Walker ræðir við Goldman Sachs um kaupin á Iceland

Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar á nú í viðræðum við nokkra banka um lánveitingu til þess að geta keypt keðjuna af skilanefnd Landsbankans. Þetta kemur fram í blaðinu The Times.

Ársverðbólgan komin í 4,2%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,2% og vísitalan án húsnæðis einnig um 4,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2% sem jafngildir 9,2% verðbólgu á ári (7,9% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Verð á hráolíu heldur áfram að lækka. Í morgun var tunnan af Brentolíu komin niður í 103,5 dollara og hafði lækkað um 1,6 dollara á mörkuðum í Asíu í nótt. Verðið á bandarísku léttolíunni er komið niður í rétt rúma 90 dollara á tunnuna.

Viðskiptasamningar upp á milljarð punda

Wen Jiabao forsætisráðherra Kína er nú í opinberri heimsókn í Bretlandi. Breskir viðskiptamenn vonast til að Jiabao og David Cameron forsætisráðherra Breta muni undirrita viðskiptasamninga upp á um milljarð pund eða um 186 milljarða króna þegar þeir hittast seinna í dag.

Vilja lögfesta aga í ríkisfjármálum

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, leggur til að agi í ríkisfjármálum verði lögfestur hér á landi til að hægt verði að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Hætta sé á að skuldastaðan fari yfir hættumörk ella.

Skeljungur selur samkeppnisaðilum höfuðstöðvar sínar

Olíufélagið Skeljungur hefur selt höfuðstöðvar sínar á Hólmaslóð 8–10 til olíuflutningafyrirtækisins Olíudreifingar, sem er í 60 prósenta eigu N1 og 40 prósenta eigu Olís samkvæmt frétt sem birtist á vefsíðu DV.

Hundrað ungmenni fá vinnu hjá Alcoa á Reyðarfirði

Um eitt hundrað ungmenni eru í sumarvinnu hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði og eru flest þeirra framhaldsskóla eða háskólaskólanemar samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Elína Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsteymi fyrirtækisins segir að um 500 umsóknir hafi borist frá ungu fólki um sumarstörf.

Sjá næstu 50 fréttir