Viðskipti innlent

Skötuselsfé fer í atvinnusköpun

Verkefni Drangs á Drangsnesi um nýtingu grásleppu fékk styrk Mynd/GVA
Verkefni Drangs á Drangsnesi um nýtingu grásleppu fékk styrk Mynd/GVA
Styrkjum hefur verið úthlutað úr verkefninu Atvinnusköpun í Sjávarbyggðum, sem byggir á tekjum af sölu aflaheimilda í skötusel. Mikill áhugi var á verkefninu en alls bárust 123 umsóknir víðs vegar að af landinu.

Eftir umfjöllun stjórnar var gerð tillaga um að styrkja 32 verkefni, sem var í framhaldinu staðfest af iðnaðarráðherra. Horft var til þess að styrkja nýsköpunarverkefni og stærri samstarfsverkefni fyrirtækja, háskóla og rannsóknarstofnana um vöru eða þjónustu sem skila varanlegum verðmætum og atvinnu. - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×