Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag Íslands snarlækkar

Skuldatryggingaálag Íslands hefur snarlækkað í dag og stendur í 244 punktum. Fyrstu tvo daga vikunnar var það hinsvegar 304 punktar samkvæmt mælingu á vefsíðunni keldan.is.

Álagið lækkaði stöðugt framan af ári og var komið niður í 200 punkta í vor. Eftir að ríkissjóður tilkynnti um velheppnað skuldabréfaútboð sitt í vor þar sem skuldabréf upp á einn milljarð dollara voru seld hækkaði álagið hratt að nýju. Þetta skýrðist af því að vaxtaálagið á skuldabréfunum er 3,25% eða 325 punktar. Eðlilegt þótti að skuldatryggingaálagið leitaði jafnvægis við vaxtaálagið.

Skuldatryggingaálag upp á 244 punkta þýðir að það þarf að greiða 2,44% af nafnverði skuldabréfs til fimm ára til að tryggja það gegn greiðslufalli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×