EFTA dómstólinn dæmir gegn Íslandi 28. júní 2011 09:11 MYND/Vilhelm Í dómi sem kveðinn var upp í dag komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um störf erlendra starfsmanna sem vinna tímabundið á vegum erlendra fyrirtækja á Íslandi. Í tilkynningu frá dómstólnum segir að íslensk lög mæla fyrir um að erlend fyrirtæki, sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands, skuli greiða útsendum starfsmönnum föst laun í veikinda- og slysatilvikum. Enn fremur mæla íslensk lög fyrir um að fyrirtæki skuli kaupa slysatryggingu fyrir útsenda starfsmenn. EFTA-dómstóllinn taldi að 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar hefði að geyma tæmandi upptalningu á þeim ráðningarskilmálum og atvinnuskilyrðum sem EES-ríki gæti gert fyrirtækjum, með staðfestu í öðru EES-ríki, að virða þegar þau sendu starfsmenn til starfa á yfirráðasvæði þess. Í þeirri upptalningu væri að finna „lágmarkslaun ásamt yfirvinnukaupi". Taldi dómstóllinn að greiðslur launa í veikinda- og slysatilvikum samkvæmt íslenskum lögum gætu ekki fallið undir hugtakið „lágmarkslaun" í skilningi tilskipunarinnar. Vísaði dómstóllinn þá til þess að íslensk lög gerðu ráð fyrir að laun í veikinda- og slysatilvikum miðuðust við launagreiðslur starfsmanns samkvæmt ráðningarsamningi en ekki við lágmarkslaun, þ.e. fasta fjárhæð lágmarkslauna í veikinda- og slysatilvikum, eða fjárhæð byggða á útreikningi sem tæki mið af lágmarkslaunum. Dómstóllinn taldi einnig að ákvæði íslenskra laga um skyldubundna slysatryggingu varðaði starfskjör og félli þar með undir 3. grein tilskipunarinnar. Þar sem skyldubundin slysatrygging væri ekki talin meðal þeirra atriða sem EES-ríki gætu gert fyrirtækjum með staðfestu í öðrum aðildarríkjum að virða samkvæmt 1. mgr. 3. greinar tilskipunarinnar þá yrði að telja slíka skyldu fara í bága við tilskipunina. Að lokum komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ekki væri unnt að réttlæta íslenskar reglur um rétt starfsmanna til launa í veikinda- og slysatilvikum á grundvelli allsherjarreglu þar sem Ísland hefði ekki sýnt fram á að þær væru nauðsynlegar til að mæta raunverulegri og alvarlegri ógn við grundvallarhagsmuni íslensks samfélags. Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Í dómi sem kveðinn var upp í dag komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um störf erlendra starfsmanna sem vinna tímabundið á vegum erlendra fyrirtækja á Íslandi. Í tilkynningu frá dómstólnum segir að íslensk lög mæla fyrir um að erlend fyrirtæki, sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands, skuli greiða útsendum starfsmönnum föst laun í veikinda- og slysatilvikum. Enn fremur mæla íslensk lög fyrir um að fyrirtæki skuli kaupa slysatryggingu fyrir útsenda starfsmenn. EFTA-dómstóllinn taldi að 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar hefði að geyma tæmandi upptalningu á þeim ráðningarskilmálum og atvinnuskilyrðum sem EES-ríki gæti gert fyrirtækjum, með staðfestu í öðru EES-ríki, að virða þegar þau sendu starfsmenn til starfa á yfirráðasvæði þess. Í þeirri upptalningu væri að finna „lágmarkslaun ásamt yfirvinnukaupi". Taldi dómstóllinn að greiðslur launa í veikinda- og slysatilvikum samkvæmt íslenskum lögum gætu ekki fallið undir hugtakið „lágmarkslaun" í skilningi tilskipunarinnar. Vísaði dómstóllinn þá til þess að íslensk lög gerðu ráð fyrir að laun í veikinda- og slysatilvikum miðuðust við launagreiðslur starfsmanns samkvæmt ráðningarsamningi en ekki við lágmarkslaun, þ.e. fasta fjárhæð lágmarkslauna í veikinda- og slysatilvikum, eða fjárhæð byggða á útreikningi sem tæki mið af lágmarkslaunum. Dómstóllinn taldi einnig að ákvæði íslenskra laga um skyldubundna slysatryggingu varðaði starfskjör og félli þar með undir 3. grein tilskipunarinnar. Þar sem skyldubundin slysatrygging væri ekki talin meðal þeirra atriða sem EES-ríki gætu gert fyrirtækjum með staðfestu í öðrum aðildarríkjum að virða samkvæmt 1. mgr. 3. greinar tilskipunarinnar þá yrði að telja slíka skyldu fara í bága við tilskipunina. Að lokum komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ekki væri unnt að réttlæta íslenskar reglur um rétt starfsmanna til launa í veikinda- og slysatilvikum á grundvelli allsherjarreglu þar sem Ísland hefði ekki sýnt fram á að þær væru nauðsynlegar til að mæta raunverulegri og alvarlegri ógn við grundvallarhagsmuni íslensks samfélags.
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira