Viðskipti innlent

Kostnaðarverðbólga gengur yfir

Kostnaðarverðbólga gengur nú yfir þar sem áhrif vegna launahækkana, hækkandi hrávöruverðs og veikingar krónunnar koma fram á sama tíma.

Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka. Þar segir að nú þegar megi greina veik merki þess efnis að birgjar og kaupmenn séu farnir að ýta kostnaðarhækkunum út í verðlagið en fyrstu launahækkanir vegna kjarasamninga áttu sér stað 1. júní sl.

Greiningin gerir ráð fyrir að sterkari áhrif slíkra kostnaðarhækkana komi fram á næstu mánuðum. Þegar hefur verið tilkynnt gjaldskrárhækkun á mjólk og öðrum mjólkurafurðum og gera má ráð fyrir að aðrir birgjar og kaupmenn fylgi í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×